Viðskipti innlent

Sala skuldabréfa minnkar verulega milli ára

Heildarsala skuldabréfa í ágúst 2009 nam 16,6 milljörðum kr. samanborið við 49,6 milljarða kr. í sama mánuði árið áður.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að sala í formi verðtryggðra skuldabréfa nam 0,6 milljörðum kr. og um 16 milljarða kr. voru í formi óverðtryggðra skuldabréfa.

Það sem af er árinu nemur heildarsala skuldabréfa tæpum 197,6 milljörðum kr. sem er nokkrum minna en á sama tímabili í fyrra þegar salan nam tæpum 236 milljörðum kr.

Hinsvegar hefur sala á óverðtryggðum skuldabréfum minnkað um helming á milli fyrrgreindra tímabila. Salan nam rúmlega 81 milljarði kr. í fyrra en er rúmlega 41 milljarður á sama tímabili í ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×