Viðskipti innlent

Hlutir í Icelandair hækkuðu um 50% í dag

Hlutir í Icelandair hækkuðu um 50% í kauphöllinni í dag sem er mesta hækkun hlutabréfa á einum degi hér á landi. Hinsvegar ber að nefna að aðeins 300 þúsund kr. viðskipti lágu að baki þessari hækkun.

Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 0,9% og stendur í rúmum 805 stigum. Össur hækkaði um 0,4% en Marel lækkaði um 0,2% og Century Aluminium lækkaði um 1,1%.

Þá var líf og fjör í skuldabréfaviðskiptunum en veltan þar nam 16,2 milljörðum kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×