Viðskipti innlent

Moody´s: Lánshæfiseinkunn ÍLS enn á neikvæðum horfum

Lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er óbreytt í Baa1 hjá matsfyrirtækinu Moody's samkvæmt nýrri skýrslu. Einkunnin er jafnframt á neikvæðum horfum líkt og lánshæfismat ríkissjóðs en mikil tengsl eru á milli einkunna Íbúðalánasjóðs og ríkissjóðs sökum baktryggingar þess síðarnefnda á skuldum þess fyrrnefnda.

 

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um skýrsluna í Hagsjá sinni. Þar segir að Moody's sér ekki miklar líkur á hækkun lánshæfiseinkunnar Íbúðalánasjóðs næsta kastið. Hins vegar ráðist möguleg lækkun helst af þremur þáttum.

 

Fyrir það fyrsta ef fjármálaumhverfi sjóðsins, svo sem fjármögnun og gæði eignasafnsins, súrnar mikið frá því sem þegar hefur orðið í kjölfar hruns viðskiptabankanna.

 

Í öðru lagi gæti einkunnin lækkað ef sérfræðingar Moody's telja áhættu aukast, sem gæti til að mynda gerst við yfirtöku sjóðsins á erlendum húsnæðislánum bankanna.

 

Að lokum mun lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs taka mið af einkunn ríkissjóðs hjá Moody's svo lengi sem hann er í eigu ríkissjóðs og með baktryggingu hans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×