Viðskipti innlent

Bakkabræður fengu betri vaxtakjör en íslenska ríkið

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Vaxtakjörin sem Bakkabræður fengu á láninu frá Existu til að kaupa Bakkavör út úr félaginu eru betri en íslenska ríkið fékk vegna Icesave og úr takti við það sem íslenskum fyrirtækjum býðst segir framkvæmdastjóri samtaka fjárfesta. Hann segir þetta örlætisgerning sem aðrir hluthafar eigi ekki að sætta sig við.

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir keyptu tæplega 40% hlut Existu í Bakkavör. Bræðurnir fengu lán frá Exista til þess að kaupa hlutinn en þeir eru jafnframt stærstu eigendur þess félags. Ágúst sem er forstjóri Bakkavarar sagði í samtali við fréttastofu fyrir skömmu að kaupin hefðu verið nauðsynleg til að bjarga Bakkavör - ljóst sé að Exista fari í greiðslustöðvun eða jafnvel gjaldþrot á næstu vikum. Við þetta vakna spurningar hvaða vaxtakjör félag í þessari stöðu gat veitt þeim bræðrum.

Samkvæmt upplýsingum frá Exista er um 5 ára kúlulán að ræða. Vextirnir eru breytilegir með föstu álagi og nema í dag tveimur komma sjötíu og einu prósenti. Þetta eru mun betri kjör en íslenskum fyrirtækjum standa til boða í dag en algengir vextir eru í kringum 12 prósent með föstu álagi.

Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri samtaka fjárfesta segir þetta örlætisgerning við tiltekna hluthafa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×