Viðskipti innlent

Launavísitalan nær óbreytt milli mánaða

Launavísitala í ágúst 2009 er 358,1 stig og hækkaði um 0,02% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 2,2%.

 

Þetta kemur fram á heimasíðu Hagtstofunnar. Þar segir að vísitala kaupmáttar launa í ágúst 2009 er 105,9 stig og lækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 7,8%.

 

Í júlí sl. voru undirritaðar breytingar og framlenging kjarasamninga flestra aðildarfélaga BSRB og ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt samningunum er gert ráð fyrir hækkun launataxta í þremur áföngum, þann 1. júlí 2009, 1. nóvember 2009 og 1. júní 2010.

 

Samkvæmt samningunum hækkuðu launataxtar undir 180 þúsund krónum um 6.750 krónur þann 1. júlí sl. Í júlímánuði voru jafnframt sambærilegir samningar gerðir á milli ríkis og sveitarfélaga og stéttarfélaga starfsmanna á almennum vinnumarkaði.

Samkvæmt ákvörðun Kjararáðs frá 17. júlí 2009 lækkuðu laun skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands um 5-8% frá 1. ágúst 2009.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×