Viðskipti innlent

Allir búast við óbreyttum stýrivöxtum

Það eru ekki bara íslenskir sérfræðingar sem búast við því að stýrivöxtum Seðlabankans verði haldið óbreyttum á morgun, erlendir kollegar þeirra spá hinu sama. Þeirra á meðal er Petter Sandgren forstjóri nýmarkaðadeildar SEB.

„Það kæmi mér á óvart ef þeir gerðu annað en að halda vöxtunum óbreyttum," segir Sandgren í samtali við Reuters. „Það eru ennþá ofmargir óvissuþættir til staðar."

Sandgren nefnir að Icesave málið sé enn óútkljáð og það sé veruleg óvissa um hvert stefnir með gengi krónunnar.

Í frétt Reuters um málið er síðan vitnað til orða Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á Reuters um að kreppunni myndi ljúka á fyrri helmingi næsta árs og að vaxtalækkanir væru mögulegar af aðstæður bötnuðu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×