Viðskipti innlent

Sigrún Elsa vill að OR selji skuldabréf Magma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigrún Elsa vildi selja skuldabréf frekar en að fara í skuldabréfaútgáfu. Mynd/ E. Ól.
Sigrún Elsa vildi selja skuldabréf frekar en að fara í skuldabréfaútgáfu. Mynd/ E. Ól.
Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vill að Orkuveitan hefji undirbúning að sölu skuldabréfsins sem Magma gefur út fyrir 70% af greiðslu fyrir hlut félagsins í HS Orku. Þetta lét Sigrún Elsa bóka á stjórnarfundi Orkuveitunnar síðastliðinn föstudag. Nafnvirði skuldabréfsins er rúmir 8,4 milljarðar króna að sögn Sigrúnar Elsu. Hún vill með þessu móta koma til móts við fjármögnunarþörf Orkuveitunnar.

Stjórn Orkuveitunnar samþykkti hins vegar á fundinum að heimila útgáfu skuldabréfs að fjárhæð allt að 10 milljörðum króna. Sigrún Elsa og Þorleifur Gunnlaugsson sátu hjá við afgreiðslu málsins og telur Sigrún Elsa að aðrir möguleikar séu til fjármögnunar fyrir fyrirtækið sem ekki feli í sér aukna skuldsetningu og vísaði í fyrrnefnda tillögu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×