Lífið

Paul Newman var ótrúr eiginkonu sinni

Leikarinn Paul Newman hélt framhjá konu sinni ótal oft. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu um leikarann sem byrjað er að skrifa einungis hálfu ári eftir að hann lést af krabbameini, 83 ára gamall. Newman var giftur Joanne Woodward í 50 ár og skildi hann eftir þrjár eftirlifandi dætur. Titill bókarinnar er A Life.

Lífið

Bo mætir í IDOLIÐ

Á föstudaginn fá fimmmenningarnir sem eftir eru í Idol stjörnuleit, þau Sylvía, Matti, Hrafna, Lísa og Anna Hlín, það erfiða verkefni að freista þess að gera lög sem Björgvin Halldórsson hefur gert vinsæl í gegnum tíðina, að sínum. Bo sjálfur mun síðan sjálfur segja áhorfendum sögu þessara laga sem keppendur velja og hvernig til kom að hann söng þau inná plötu og gerði vinsæl. Idolvefur.

Lífið

Gæfulítill kapitalisti

Ritstjórinn Jónas Kristjánsson gagnrýnir konung poppsins, Bubba Morthens harðlega á heimsíðu sinni. Tilefnið er er yfirlýsing tónlistarmannsins á eigin heimsíðu, Bubbi.is, en þar segist hann hvetja fólk til þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Lífið

Sigurvegari söngkeppni ætlar í þyrluflug

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt," lýsir Kristín Þóra Jóhannsdóttir, nýkrýndur sigurvegari Söngkeppni Framhaldsskólanna, sigurtilfinningunni að sigra keppnina. Kristín Þóra er nemi í fjölbrautaskólanum á Vesturlandi og segist sjálf vera skagamaður í húð og hár.

Lífið

Verzló vann MORFÍS í tíunda sinn

Verzlunarskóli Íslands tryggði sér í gærkvöldi sigur í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands í ellefta sinn með sigri á Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

Lífið

Piparjúnkan áður verið kysst

Breska hefðardaman Susan Boyle, sem sló eftirminnilega í gegn í þættinum Britain´s got talent, hefur áður verið kysst þó hún haldi öðru fram.

Lífið

Lærir að ganga þriðja sinni

„Ég er að læra að ganga í þriðja skipti. Er kominn upp, er með fjögurra punkta staf en get lítið hreyft mig,“ segir Jóhann Sigmarsson kvikmyndagerðarmaður – sem gegnir nafninu Jonni Sigmars.

Lífið

Margskipt veröld Jóns Ólafssonar

Liðlega þrítugur hjúkrunar­fræðingur í Reykjavík gaf nýverið út frumsamda barnabók sem hefur gengið vel, en í henni bregða krakkar sér í hlutverk dýra.

Lífið

Fischer fyrstur á Bíódögum

Bíódagar Græna ljóssins hófust á fimmtudagskvöldið með frumsýningu íslensku heimildarmyndarinnar Me and Bobby Fischer eftir Friðrik Guðmundsson. Kannski við hæfi, enda var skáksnillingurinn annálaður bíóáhugamaður. Fjöldi fólks mætti í Háskólabíó til að vera viðstatt frumsýningu myndarinnar. Myndin mæltist mjög vel fyrir meðal áhorfenda og var fagnað ákaft í lokin. Stjarna myndarinnar var svo að sjálfsögðu meðal gesta.

Lífið

Selur sundbolinn

Pamela Anderson vonast til að geta fengið tæpa þrjú þúsund dollara, eða tæplega 400 þúsund krónur, fyrir sundbolinn fræga sem hún klæddist í sjónvarpsþáttunum Baywatch. Lycra-sundbolurinn varð heimsfrægur þegar Pamela sprangaði um í honum með David Hasselhoff en hann verður áritaður af leikkonunni brjóstgóðu.

Lífið

Eiga von á sínu þriðja barni - staðfest

Slúðrið hefur verið staðfest. Ofurmódelið Heidi Klum á von á barni með eiginmanni sínum, söngvaranum Seal. Orðrómur þessa efnis hefur verið á kreiki í nokkurntíma en söngvarinn staðfesti þetta í útvarpsviðtali í gær.

Lífið

Ragnheiður Gröndal á Loftleiðum í kvöld

Ragnheiður Gröndal og Svavar Knútur eru á meðal þeirra listamanna sem koma fram á mikilli tónlistarveislu sem ráðgert er að halda í bíósalnum á Hótel Loftleiðum í kvöld klukkan átta. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Fjölskylduhjálpar Íslands. Gert er ráð fyrir að mðar verði seldir allt fram á kvöld og við innganginn. Miðasölusími er 444-5000

Lífið

Beckham ber að ofan - myndband

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá David Beckham beran að ofan leika í nýrri símaauglýsingu Motorola. Um er að ræða nýjan lúxus síma, sem nefnist AURA. Síminn kemur á markað í næstu viku. Gerð auglýsingarinnar má sjá hér. Hér má sjá auglýsinguna.

Lífið

Gunnar Eyjólfsson bræðir jafnvel hörðustu menn

Gunnar Eyjólfsson hefur farið slíkum hamförum í hlutverki skipstjórans í leikverkinu Hart í bak að jafnvel hörðustu mönnum hefur vöknað um augu. Honum barst nýverið skipstjórabúningur frá huldumanni sem hann auglýsir nú eftir.

Lífið

Jóni Atla hrósað í Skotlandi

Verk Jóns Atla Jónassonar, Djúpið, fær frábæra dóma í skoskum fjölmiðlum en verkið var frumsýnt þar ytra nýverið. Bæði Scotsman og Herald gefa því fjórar stjörnur en leikstjóri sýningarinnar er Graeme Maley. Með eina hlutverkið fer Liam Brennan en Djúpið er einleikur og segir frá manni sem berst upp á líf og dauða eftir hörmulegt sjóslys.

Lífið

Morfís snýst um geim­ferðir

„Umræðuefnið verða geimferðir; Verzlunarskólinn er á móti en Fjölbrautaskólinn á Suðurnesjum er með og þetta verður hörkukeppni,“ segir Oddur Sigurðsson, formaður Morfís. Úrslitin ráðast í þessari vinsælu ræðukeppni framhaldsskólanna í kvöld í stóra sal Háskólabíós, en í þessari keppni hafa margir af helstu ræðuskörungum þjóðarinnar stigið sín fyrstu skref.

Lífið

Fyrirliði pókerlandsliðsins sakaður um svik og pretti

„Þeir eru harðir bak við lyklaborðið þessir gæjar. Gaman ef þeir myndu labba upp að stóra frænda sínum og segja að hann sé ekki lengur fyrir-liði. Ég er brjálaður,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson einkaþjálfari sem kallar sig „Störe“ um þessar mundir. Og það sem meira er – hann hikar ekki við að titla sig landsliðsfyrirliða Íslands í póker ef svo ber undir. Sem er umdeilt.

Lífið

Yrsu hrósað í Independent

Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur er hrósað í hástert í breska stórblaðinu The Independent. Söguþráðurinn er sagður ákaflega spennandi og lýsingar Yrsu á íslensku landslagi einstakar.

Lífið

Frú Rooney íhugar keisara

Hin ólétta Coleen Rooney er að íhuga keisara til þess að eiginmaðurinn Wayne Rooney geti spilað mikilvæga leiki með landsliðinu í undankeppni HM í fótbolta. Coleen gengur með fyrsta barn þeirra hjóna en hún er sett þann 10.október.

Lífið

Vanur drullunni - myndband

Gylfi Þór Sigurðsson var í síðasta þætti rekinn úr Idol stjörnuleit eftir að hann flutti lagið Try A Little Tenderness sem er best þekkt í flutningi The Commitments. Sjá má viðtal við Gylfa kvöldið sem hann var sendur heim þar sem hann ræðir hvernig hann tekst á við dómaradrullu Selmu, Jóns og Björns Jörundar sem hraunuðu yfir Gylfa nánast öll kvöldin sem hann tók þátt í Idolinu.

Lífið

Ný kærasta Mel Gibson stígur fram

Rússneska söngkonan Oksana Pochepa, 24 ára, stígur fram í dagsljósið í viðtali við breska fjölmiðilinn Sun þar sem hún viðurkennir að eiga í ástarsambandi við leikarann Mel Gibson. Haft er eftir Oksana, sem varð vinsæl í heimalandi sínu aðeins 13 ára gömul: „Sambandið er alvarlegt og ég vona að það standi yfir lengi." „Við erum ólík. Mel er þroskaður maður sem veit nákvæmlega hvað hann vill og ég líka. Ég veit hvað ég vil." Söngkonan, sem starfar líka sem fyrirsæta, segist hafa heimsótt Mel síðasta sumar meðan hann var við tökur á kvikmyndinni Boston. Eiginkona leikarans, Robyn Gibson, hefur farið fram á skilnað eftir 28 ára hjónaband. Skilnaðurinn verður væntanlega einn sá kostnaðarsamasti í sögunni. Robyn fer fram á að Mel greiði henni 500 milljón dali eða rúmir 64 milljarðar kr. Hér má sjá unga Rússann syngja.

Lífið

Þýsk poppstjarna handtekin vegna HIV smits

Nadja Benaissa söngkona úr þýsku stúlknasveitinni No Angels hefur verið handtekin vegna grunsemda um að hafa smitað rekkjunauta af HIV. Það eru þýskir miðlar sem greina frá þessu í dag.

Lífið

Dreymir að syngja með Siggu - myndband

„Nei mér hefur ekki verið líkt við Siggu Beinteins en draumurinn var alltaf að syngja bakraddir hjá henni. Mér fannst það mjög spennandi," segir Sylvía Rún Guðnýjardóttir. Óklippt viðtal við Sylvíu Rún má sjá á Facebook síðu Fólks í fréttum þar sem hún ræðir um stjörnustæla Siggu meðal annars.

Lífið

Krabbamein Þuríðar fer minnkandi - myndband

„Þessi stelpa sýnir það að ótrúlegustu kraftaverk gerast og hvað það er dýrmætt að halda í vonina," segja foreldrar Þuríðar Örnu sem fæddist árið 2002. Þuríður hefur þurft að berjast við alvarleg veikindi síðan 25. október árið 2004 þegar hún greindist með illvíga flogaveiki og góðkynja æxli í höfði. Tveimur árum síðar var æxlið orðið illkynja.

Lífið