Lífið

Sagði Miley Cyrus að búa til kynlífsmyndband

Jamie Foxx
Jamie Foxx

Leikarinn Jamie Foxx hefur beðið Miley Cyrus afsökunar á ummælum sínum um að hún ætti að útbúa kynlífsmyndband og þroskast.

Þessi orð lét leikarinn, og reyndar söngvarinn líka, falla um hina 16 ára gömlu Disney stjörnu í útvarpsþætti þar sem hann ráðlagði henni einnig að taka heróín, eins og Britney Spears, og fara að hitta lesbíu, eins og Lindsay Lohan.

Hann virðist hinsvegar sjá nokkuð eftir orðum sínum og hefur nú beðist afsökunar á þeim.

„Ég biðst innilegrar afsökunar á þessu, og ég meina það," sagði Jamie í viðtalið hjá Jay Leno.

„Ég er grínisti, og þið vitið það sama hvað þið segið, að ég meinti þetta ekki. Við grínistar förum stundum yfir strikið."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.