Lífið

Krabbamein Þuríðar fer minnkandi - myndband

„Þessi stelpa sýnir það að ótrúlegustu kraftaverk gerast og hvað það er dýrmætt að halda í vonina," segja foreldrar Þuríðar Örnu sem fæddist árið 2002.

Þuríður hefur þurft að berjast við alvarleg veikindi síðan 25. október árið 2004 þegar hún greindist með illvíga flogaveiki og góðkynja æxli í höfði.

Tveimur árum síðar var æxlið orðið illkynja.

Hjónin Áslaug Ósk og Óskar Örn eru jákvæð og sterk á því leikur enginn vafi og Þuríður litla er svo sannarlega lifandi kraftaverk.

Vísir hitti Þuríði Örnu, og systur hennar, Oddný Erlu, ásamt foreldrum þeirra, Áslaugu Ósk Hinriksdóttur og Óskari Erni Guðbrandssyni, baksviðs á Idol stjörnuleit í Smáralindinni.

Í meðfylgjandi myndskeiði (efst í texta) ræða foreldrar Þuríðar um heilsufar hennar og hvernig þau takast á við lífið og tilveruna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.