Lífið

Frú Rooney íhugar keisara

Coleen og Wayne Rooney.
Coleen og Wayne Rooney.

Hin ólétta Coleen Rooney er að íhuga keisara til þess að eiginmaðurinn Wayne Rooney geti spilað mikilvæga leiki með landsliðinu í undankeppni HM í fótbolta. Coleen gengur með fyrsta barn þeirra hjóna en hún er sett þann 10.október.

The Sun segir hinsvegar í dag að heimildir hermi að leikur Englands og Úkraínu sem fer fram þennan sama dag sé að setja strik í reikninginn.

Sömu heimildir herma að Coleen sé að ræða við lækna um mögulegann keisarauppskurð seint í september.

Það myndi gera það að verkum að Wayne gæti verið viðstaddur fæðinguna og notið fyrstu daganna með nýju fjölskyldunni fyrir leikina gegn Úkraínu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.