Lífið

Ný kærasta Mel Gibson stígur fram

Oksana Pochepa og Mel Gibson.
Oksana Pochepa og Mel Gibson.

Rússneska söngkonan Oksana Pochepa, 24 ára, stígur fram í dagsljósið í viðtali við breska fjölmiðilinn Sun þar sem hún viðurkennir að eiga í ástarsambandi við leikarann Mel Gibson.

Haft er eftir Oksana, sem varð vinsæl í heimalandi sínu aðeins 13 ára gömul: „Sambandið er alvarlegt og ég vona að það standi yfir lengi."

Mel og Robyn áður en hann fékk gráa fiðringinn sem kostar hann 64 milljarða.

„Við erum ólík. Mel er þroskaður maður sem veit nákvæmlega hvað hann vill og ég líka. Ég veit hvað ég vil."

Söngkonan, sem starfar einnig sem fyrirsæta, segist hafa heimsótt Mel síðasta sumar meðan hann var við tökur á kvikmyndinni Boston.

Eiginkona leikarans, Robyn Gibson, hefur farið fram á skilnað eftir 28 ára hjónaband. Skilnaðurinn verður væntanlega einn sá kostnaðarsamasti í sögunni. Robyn fer fram á að Mel greiði henni 500 milljón dali eða rúmlega 64 milljarðar kr.

Hér má sjá unga Rússann syngja í tónlistarmyndbandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.