Gunnar Eyjólfsson bræðir jafnvel hörðustu menn 17. apríl 2009 07:00 Gunnar Eyjólfsson hefur hreyft við mörgum sem skipstjórinn Jónatan í Hart í bak. Honum hefur meðal annars verið gefinn skipstjórabúningur af huldumanni sem hann auglýsir nú eftir. Fréttablaðið/Valli Gunnar Eyjólfsson hefur farið slíkum hamförum í hlutverki skipstjórans í leikverkinu Hart í bak að jafnvel hörðustu mönnum hefur vöknað um augu. Honum barst nýverið skipstjórabúningur frá huldumanni sem hann auglýsir nú eftir. „Ég ætla að leika í þessum búningi í síðustu sex sýningunum og langar til þess að bjóða þessum manni á sýningu," segir Gunnar Eyjólfsson stórleikari. Óhætt er hægt að segja að Gunnar hafi hreyft við mörgum sem skipstjórinn Jónatan sem siglir óskafleyi íslensku þjóðarinnar í strand. Hart í bak er eftir Jökul Jakobsson sem Gunnar þekkti persónulega og honum þykir augljóslega vænt um verkið sjálft sem var frumsýnt í október. „Það var maður sem hringdi í mig og sagðist hafa farið á sýninguna tvisvar, hann vildi þakka mér fyrir það að hafa vakið sig til vitundar um að hann væri ekki tilfinningalaus." Og Gunnari hafa einnig borist merkilegar og sögulegar gjafir. Nýverið kom maður og gaf honum skipstjórahúfu Jónasar Böðvarssonar sem stýrði um árabil Brúarfossi. Jónas tengist lífi Gunnars einnig með öðrum hætti því þegar leikarinn hélt sem ungur maður til Bretlands í ágúst 1945 þá sigldi hann með skipinu undir styrkri stjórn Jónasar. Um borð var þá einnig einn frægasti knattspyrnumaður þjóðarinnar og síðar ráðherra og alþingismaður, Albert Guðmundsson. „Og þegar við hjónin snerum aftur heim þá leigðum við okkar fyrstu íbúð af Jónasi og konu hans." Gunnar bætir því við í gríni að hann sé hins vegar eilítið höfuðstór og því sé nú unnið að því hörðum höndum að stækka aðeins húfuna. Önnur gjöf og ekki síður merkileg barst fyrir nokkru frá hálfgerðum huldumanni. En það var skipstjórabúningur sem Gunnar bregða sér í. „Stúlkurnar frammi í afgreiðslu tóku við búninginum en láðist að spyrja hann um nafn og hann lét sjálfur ekki nafns síns getið. Mig langar að hafa samband við hann og þakka honum fyrir þessa gjöf og fá að vita eitthvað meira um búninginn og þann sem klæddist honum," segir Gunnar, hrærður yfir þessum viðtökum. Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira
Gunnar Eyjólfsson hefur farið slíkum hamförum í hlutverki skipstjórans í leikverkinu Hart í bak að jafnvel hörðustu mönnum hefur vöknað um augu. Honum barst nýverið skipstjórabúningur frá huldumanni sem hann auglýsir nú eftir. „Ég ætla að leika í þessum búningi í síðustu sex sýningunum og langar til þess að bjóða þessum manni á sýningu," segir Gunnar Eyjólfsson stórleikari. Óhætt er hægt að segja að Gunnar hafi hreyft við mörgum sem skipstjórinn Jónatan sem siglir óskafleyi íslensku þjóðarinnar í strand. Hart í bak er eftir Jökul Jakobsson sem Gunnar þekkti persónulega og honum þykir augljóslega vænt um verkið sjálft sem var frumsýnt í október. „Það var maður sem hringdi í mig og sagðist hafa farið á sýninguna tvisvar, hann vildi þakka mér fyrir það að hafa vakið sig til vitundar um að hann væri ekki tilfinningalaus." Og Gunnari hafa einnig borist merkilegar og sögulegar gjafir. Nýverið kom maður og gaf honum skipstjórahúfu Jónasar Böðvarssonar sem stýrði um árabil Brúarfossi. Jónas tengist lífi Gunnars einnig með öðrum hætti því þegar leikarinn hélt sem ungur maður til Bretlands í ágúst 1945 þá sigldi hann með skipinu undir styrkri stjórn Jónasar. Um borð var þá einnig einn frægasti knattspyrnumaður þjóðarinnar og síðar ráðherra og alþingismaður, Albert Guðmundsson. „Og þegar við hjónin snerum aftur heim þá leigðum við okkar fyrstu íbúð af Jónasi og konu hans." Gunnar bætir því við í gríni að hann sé hins vegar eilítið höfuðstór og því sé nú unnið að því hörðum höndum að stækka aðeins húfuna. Önnur gjöf og ekki síður merkileg barst fyrir nokkru frá hálfgerðum huldumanni. En það var skipstjórabúningur sem Gunnar bregða sér í. „Stúlkurnar frammi í afgreiðslu tóku við búninginum en láðist að spyrja hann um nafn og hann lét sjálfur ekki nafns síns getið. Mig langar að hafa samband við hann og þakka honum fyrir þessa gjöf og fá að vita eitthvað meira um búninginn og þann sem klæddist honum," segir Gunnar, hrærður yfir þessum viðtökum.
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira