Lífið

Unnið að komu Puff Daddy til Íslands

Sean John Combs er kominn hálfa leið til Íslands en nú standa yfir samningaviðræður um að gera myndband hér á landi.
Sean John Combs er kominn hálfa leið til Íslands en nú standa yfir samningaviðræður um að gera myndband hér á landi.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nú unnið að því á bakvið tjöldin að fá rapparann Sean John Combs, betur þekktan sem Puff Daddy eða Diddy, til landsins.

Ekki þó til að halda tónleika heldur til að gera tónlistarmyndband. Fréttablaðið hafði samband við stærstu framleiðslufyrirtækin í kvikmynda- og auglýsingageiranum og fékk staðfest hjá einu þeirra að það væri í samningaviðræðum við aðila tengda rapparanum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er veik staða krónunnar ein helsta ástæðan fyrir því að leikstjórann Hype Williams langar að koma með verkefnið til Íslands. Krónan er nú í sögulegu lágmarki en gengi hennar gagnvart dollaranum er 128,7, samkvæmt vef Kaupþingsbanka.

Gestasöngvari Kanye West verður meðal gesta á nýjustu plötu Sean John Combs.

Sean John Combs er þekktur fyrir að gera íburðarmikil myndbönd þar sem kostnaður nemur oft nokkrum tugum milljóna. Hann tilkynnti nýverið að ný plata væri væntanlega frá honum, sú fyrsta síðan Press Play kom út árið 2006.

Disknum hefur verið gefið nafnið Last Train to Paris og er væntanleg í allar betri plötubúðir þann 22. september. Samkvæmt fyrstu fréttum verður engin hörgull á þekktum gesta-röppurum, en meðal þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar má nefna Íslandsvininn 50 Cent og stórstjörnuna Kanya West. Leikstjóri myndbandsins, Hype Williams, er ákaflega vinsæll meðal r&b-tónlistarmanna en meðal skjólstæðinga hans eru skötuhjúin Jay-Z og Beyoncé. Williams fékk sérstök heiðursverðlaun á MTV-verðlaunahátíðinni árið 2006.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.