Lífið

Jóni Atla hrósað í Skotlandi

Verki Jóns Atla Jónassonar var hrósað í hástert í skoskum fjölmiðlum. fréttablaðið/Gva
Verki Jóns Atla Jónassonar var hrósað í hástert í skoskum fjölmiðlum. fréttablaðið/Gva

Verk Jóns Atla Jónassonar, Djúpið, fær frábæra dóma í skoskum fjölmiðlum en verkið var frumsýnt þar ytra nýverið. Bæði Scotsman og Herald gefa því fjórar stjörnur en leikstjóri sýningarinnar er Graeme Maley. Með eina hlutverkið fer Liam Brennan en Djúpið er einleikur og segir frá manni sem berst upp á líf og dauða eftir hörmulegt sjóslys.

„Já, þetta er auðvitað frábært og leikritið hitti einhvern algerlega í mark,“ segir Jón Atli í samtali við Fréttablaðið. Djúpið verður sett upp í Borgarleikhúsinu í maí og þá mun Ingvar E. Sigurðsson fara með hlutverk sjómannsins. Jón Atli bætir því við að verkið hafi jafnframt hlotið mikla athygli, ekki síst vegna þess að skömmu áður hafði bresk björgunarþyrla farist undan ströndum Skotlands með þeim afleiðingum að sextán týndu lífi. Verkið hafi því talað beint inn í þann hörmulega atburð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.