Lífið

Yrsu hrósað í Independent

fÆR FRÁBÆRA DÓMA Yrsa Sigurðardóttir fær frábæra dóma fyrir bók sína Sér grefur gröf en dómur um bókina birtist í breska stórblaðinu The Independent.
fÆR FRÁBÆRA DÓMA Yrsa Sigurðardóttir fær frábæra dóma fyrir bók sína Sér grefur gröf en dómur um bókina birtist í breska stórblaðinu The Independent.

Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur er hrósað í hástert í breska stórblaðinu The Independent. Söguþráðurinn er sagður ákaflega spennandi og lýsingar Yrsu á íslensku landslagi einstakar.

„Ekki hefur allt á Íslandi hrunið,“ eru upphafsorð gagnrýnanda The Independent, Jane Jakeman, um bók Yrsu Sigurðardóttur.

„Glæpasagnalistin blómstrar eins og þessi „kuldalegi“ tryllir sannar,“ heldur Jakeman áfram en bætir við að í bakgrunni bókarinnar megi þó greina að rithöfundinum þyki eitthvað rotið í efnahagnum. Þetta er á pari við það sem aðrir bókmenntavefir hafa haldið fram um íslenska glæpasagnahöfunda en í nýlegri grein sem birtist á vefnum Library Journal spáðu nokkrir bandarískir bóksalar að glæpasögur frá Norðurlöndum ættu eftir að halda velgengni sinni áfram. Voru Yrsa og Arnaldur Indriðason þar sérstaklega nefnd á nafn ásamt sænska risanum Stieg Larsson.

Sér grefur gröf er önnur bók Yrsu sem þýdd er yfir á ensku af Bernard heitnum Scudder, sem virðist hafa verið lykillinn að velgengni íslenskra glæpasagna í Bretlandi því hann þýddi einnig bækur Arnaldar Indriðasonar og var hrósað í hástert fyrir verk sín. Jakeman fer yfir söguþráð bókarinnar og virðist ákaflega hrifin af því sem hún les. Hún segir að bókin fari með lesandann í ferðalag um fortíð Íslands sem sé harðneskjuleg en ekki jafn fjarlæg og aðalpersóna bókarinnar, lögfræðingurinn Þóra Guðmundsdóttir, haldi í fyrstu. Þá hrósar Jakeman lýsingum Yrsu á landslagi Íslands, sem sé sérstakt og segir að söguþráðurinn sé frumlegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.