Lífið

Stórmynd Baltasars í tökur á Íslandi eftir áramót

Tökur á Víkingi, stórmynd Baltasars Kormáks hefjast á Íslandi eftir áramót. Framleiðslukostnaðurinn er á bilinu sex til tíu milljarðar króna sem að mestu verða eftir hér á landi.

Fjöldi starfa skapast kringum myndina, sem verður ein sú stærsta sem tekin hefur verið hér á landi. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 45-80 milljónir dollara eða á bilinu sex til tíu milljarða króna.

Mikil óvissa var um hvort myndin yrði tekin hér á landi, en sú ákvörðun var tekin eftir að endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar var hækkuð upp í tuttugu prósent.Baltasar segist búast við því að erlendum verkefnum fjölgi í kjölfar lagabreytingarinnar








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.