Lífið

Eiga von á sínu þriðja barni - staðfest

Slúðrið hefur verið staðfest. Ofurmódelið Heidi Klum á von á barni með eiginmanni sínum, söngvaranum Seal. Orðrómur þessa efnis hefur verið á kreiki í nokkurntíma en söngvarinn staðfesti þetta í útvarpsviðtali í gær.

„Orðrómurinn utan hótelherbergisins okkar er að heidi eigi von á barni. Það er rétt. Við Heidi eigum von á barni, ég meini hún er að sjá um þetta allt saman," sagði söngvarinn en hann er á tónleikaferðalagi sem stendur.

Fyrir eiga þau tvö börn, tveggja og þriggja ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.