Lífið

Þýsk poppstjarna handtekin vegna HIV smits

Nadja Benaissa
Nadja Benaissa

Nadja Benaissa söngkona úr þýsku stúlknasveitinni No Angels hefur verið handtekin vegna grunsemda um að hafa smitað rekkjunauta af HIV. Það eru þýskir miðlar sem greina frá þessu í dag.

Nadja er grunuð um að hafa átt kynmök án getnaðarvarna við þrjá karlmenn án þess að upplýsa þá um að hún væri HIV smituð.

Hin 26 ára gamla söngstjarna var handtekin á laugardag í Frankfurt en hún átti að halda tónleika í borginni um kvöldið. Hún gæti átt yfir höfði sér ákæru vegna málsins.

Skrifstofa saksóknara í bænum Darmstadt segir að Benaissa hafi sofið hjá umræddum karlmönnum á árunum 2004 til 2006 án þess að upplýsa um að hún væri HIV smituð.

Stúlknabandið No Angels er nokkuð þekkt í Þýskalandi og sló í gegn árið 2000 eftir að þær komu fram í þættinum Popstars sem nýtur mikilla vinsælda. Umboðsmaður hljomsveitarinnar hefur neitað að tjá sig um málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.