Lífið

Bæ, bæ barnabumba!

Fyrrverandi raunveruleikastjarnan Chantelle Houghton er staðráðin í því að losna við kílóin sem hún bætti á sig á meðgöngunni og er búin að ráða sér einkaþjálfara.

Lífið

Dreymir þig klúrt kynlíf?

Á einhverjum tímapunkti fá allir á broddinn í draumalandi. Burtséð frá því að vera klúrt næturævintýri geta eldheitar sýnir veitt þér áhugaverða innsýn í sálarlíf þitt. (Það er ástæða fyrir því að þetta skaust upp í kollinn á þér.) "Kynferðislegir draumar afhjúpa þrá þína og ótta,“ segir sérfræðingur í draumaráðgjöf, dr. Gillian Holloway, höfundur Erotic Dreams. "Undirmeðvitund þín notar þessar hráu, lostafullu aðstæður til að flokka tilfinningar sem þú horfist ekki í augu við dagsdaglega.“ Annað sem vert er að hafa í huga: Oft eru klúrustu senurnar ekki um kynlíf heldur "saklausar“ ímyndanir sem eru hlaðnar kynferðislegri þýðingu. Já, þetta er flókið – þess vegna höfum við krufið algengustu klúru draumana fyrir þig.

Lífið

Þarf eitthvað að ræða þennan kagga?

Kim Kardashian sjónvarpsstjarna, 31 árs, mætti í gærdag ásamt vini á bílasölu í Miami klædd í gyllt pils og skó í stíl. Það var ekki að spyrja að því þegar kom að bílnum sem hún hefur áhuga á að kaupa sér. Kerran, sem er af gerðinni Pagani Huayra, kostar litlar 254 milljónir íslenskar krónur.

Lífið

Sjóðheit með stóru S-i

Leikkonan Ashley Greene, 25 ára, er seiðandi á forsíðu desember´-heftist GQ tímaritsins. Þó að vetur sé genginn í garð er leikkonan sjóðheit og léttklædd í blaðinu. Burtséð frá því ræðir hún opinskátt um strákamálin sín í forsíðuviðtalinu en leikkonan hefur átt í töluverðum erfiðleikum með að finna þann eina rétta eftir að frægðarljós hennar byrjaði að skína. "Þegar ég er að deita karlmann sem segir við mig: "Ég vil alls ekki vera áberandi í fjölmiðlum með þér," en segir svo í næstu setningu: "Förum á Katana (vinsælt veitingahús sem frægir sækja) og fáum okkur að borða?" - þá veit ég hvað hann vill fá út úr sambandinu."

Lífið

Farin í meðferð

Nadya Suleman, sem oftast er kölluð áttburamamman, er farin í meðferð vegna fíkn í lyfseðilsskyldar pillur, þá sérstaklega Xanax.

Lífið

Hárskraut fyrir herramenn

Meðfylgjandi myndir voru teknar af herralínu Joao Pimenta á tískuvikunni í Brasilíu. Meðfylgjandi myndir voru teknar af herralínu Joao Pimenta á tískuvikunni í Brasilíu. Hárskrautið var áberandi. Gæti verið eitthvað fyrir íslenska karlmenn - eða hvað?

Lífið

Okkar mest spennandi verkefni til þessa

Fatahönnuðirnir Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir kynna nýja og spennandi hönnun sína, Freebird - fimmtudaginn 1. nóvember kl. 17:00 í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Línan sem er unnin með fyrirtæki í New York verður frumsýnd á íslandi.

Lífið

Kynþokkafyllstu konur heims

Það leikur enginn vafi á því að ofurfyrirsætan Miranda Kerr er ein fallegasta kona heims um þessar mundir, en er hún sú kyþokkayllsta?

Lífið

Hasar og klisjur

Í gegnum aldirnar hafa leikskáld gert fjölskylduharmleiki að yrkisefni sínu. Hvort heldur er meðal Grikkja, hjá Shakespeare eða bara hjá hinu sísullandi fólki í Dallas.

Gagnrýni

Ókeypis utan Airwaves

Samhliða Airwaves-hátíðinni verða haldin ógrynnin öll af ókeypis uppákomum og tónleikum utan dagskrár. Alls verða þær um fjögur hundruð talsins á 35 stöðum í miðborg Reykjavíkur frá miðvikudegi til sunnudags. Fréttablaðið leit á nokkra áhugaverða off venue-viðburði.

Lífið

Hrikalega hress Hollywood-mamma

Leikkonan og ofurkroppurinn Halle Berry skemmti sér konunglega með dóttur sinni Nahla á hrekkjavökunni á dögunum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fóru þær mæðgur margar ferðir í rennibrautir saman og hlógu dátt. Einnig má sjá Berry taka margar myndir af dóttur sinni sem var vel skreytt með andlitsmálningu í framan. Stolt mamma, en ekki hvað!

Lífið

Þrjár raddir komu fram fyrir milljón Norðmenn

Tóku þátt í sjónvarpsþættinum Beat for Beat sem sýndur var á NRK á föstudag. Sandra Þórðar dóttir skipar sönghópinn Þrjár raddir og Beatur ásamt Ingu Þyrí Þórðardóttur, Kenyu Emil og Bjarti „Beatur“ Guðjónssyni taktkjafti, en hópurinn hefur verið búsettur í Noregi síðustu tvö árin.

Lífið

Pólitísk sýning um innri frið

Myndlistarmaðurinn Þorlákur Kristinsson Morthens - Tolli - fagnar 30 ára starfsafmæli um þessar mundir og opnar af því tilefni sýninguna Friður í Smiðjunni Listhúsi á morgun.

Lífið

Ungabarn í Playboy-partíi

Leikarinn Kelsey Grammer lét ekki föðurhlutverkið aftra sér í að fara í partí um helgina. Hann fór í hrekkjuvökupartí í Playboy-höllinni í Los Angeles og tók þriggja mánaða gamla dóttur sína, Faith með.

Lífið

Tökulið Noah í vanda vegna óveðursins

Ofsaveðrið á austurströnd Bandaríkjanna seinkar framleiðslu fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta sem voru í bígerð. Los Angeles Times segir það nokkuð kaldhæðnislegt að ein þessara mynda sé Noah. Eftir að tökum á myndinni lauk hér á Íslandi hófu menn að taka í vestanhafs.

Lífið

Vindhviðan sem rústaði hárinu

Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson er ávallt með hárið óaðfinnanlega greitt en um helgina varð breyting á. Hún lenti í hressilegri vindhviðu í miðbæ Lundúna sem rústaði lúkkinu.

Lífið

Hundrað milljóna eyrnalokkar

Leikkonan Salma Hayek var stórglæsileg í LACMA-galaveislunni um helgina sem haldin var í Los Angeles. Eyrnalokkarnir hennar stálu þó senunni enda afar dýrmætir.

Lífið

Alltaf með óaðfinnanlegt hár

Leikkonan unga Selena Gomez er svo sannarlega óhrædd við að prófa sig áfram þegar kemur að hári, förðun og stíl eins og hún hefur sýnt fram á með ýmsum tilraunum.

Lífið

Hvað kom fyrir andlitið á þér?

Sjónvarpsstjarnan Simon Cowell er óhræddur við að heimsækja lýtalækninn sinn eins og sjá má á myndunum en andlit hans var þrútið og bólgið þegar hann mætti í sjónvarpsþáttinn The Tonight Show hjá Jay Leno í gærkvöldi ásamt söngkonunni Britney Spears. Ef myndirnar eru skoðaðar má greinilega sjá breytinguna sem orðið hefur á andliti Simon.

Lífið

Æfa eins og skepnur

Það verður seint sagt að áströlsku hjónin tónlistarmaðurinn Keith Urban og leikkonan Nicole Kidman hugi ekki að heilsunni. Þau voru mynduð í vikunni í Frakklandi - hann í sundi og hún skokkandi.

Lífið

Þetta video fær þig til að brosa

Engin önnur en poppdrottningin Madonna, 54 ára, sýndi sjónvarpskonunni Ellen DeGeneres hvernig hún á að dansa 'Vogue' dansinn. Ellen átti ekki í vandræðum með sporin eins og sjá má í myndskeiðinu. Takið eftir unnusta Madonnu, Brahim Zaibat, sem dansar við hlið Ellenar ber að ofan.

Lífið

Nýtt andlit Dior

Þrátt fyrir að vera mikill Gucci aðdáandi hefur stórleikarinn og Twilight stjarnan Robert Pattinson tekið að sér að gerast nýtt andlit fyrir herrailm Christian Dior.

Lífið