Lífið

Keira vill ekki stórt brúðkaup

Keira Knightley.
Keira Knightley.
Leikkonan Keira Knightley hefur ekki áhuga á stóru brúðkaupi.

Hún er sögð hafa keypt rándýrt hús í hverfinu East End í London með unnusta sínum James Righton, hljómborðsleikara Klaxons.

Í viðtali við tímaritið Marie Claire segist hún ekki eiga neina dýra hluti því hún vill ekki láta mæla sig út frá dauðum hlutum. Spurð út í brúðkaupið sagði hún:

„Við erum ekki týpurnar sem halda stórt brúðkaup. Ég hef enga þörf fyrir það. Ég ætla bara að reyna að njóta trúlofunarinnar í smá stund.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.