Lífið

Áhersla á norrænar gæðamyndir

Norræn kvikmyndahátíð hefst í dag. Opnunarmynd hátíðarinnar skartar Pilou Asbæk í aðalhlutverki.
Norræn kvikmyndahátíð hefst í dag. Opnunarmynd hátíðarinnar skartar Pilou Asbæk í aðalhlutverki. Nordicphotos/Getty
Norræn kvikmyndahátíð hefst í Norræna húsinu í dag og stendur til 21. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og er stefnt að því að hún verði árleg.

Á hátíðinni er lögð áhersla á að sýna gæðamyndir frá Norðurlöndunum og er opnunarmynd hennar danska myndin Kapringen með Pilou Asbæk í aðalhlutverki.

Allar myndir hátíðarinnar verða sýndar í Norræna húsinu og hefjast sýningar klukkan 18 og 20. Myndirnar verða sýndar með enskum texta og er aðgangur ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.