Lífið

Sölva boðin fíkniefni og vændiskonur

Ellý Ármanns skrifar
Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður er staddur í Tælandi  þar sem hann leggur stund á köfun og skrifar bók. Ævintýrin leita hann uppi á því leikur enginn vafi. Í gær skrifaði Sölvi eftirfarandi reynslusögu á Facebooksíðuna sína:

"Einhvern tíma er allt fyrst. Fann ekki leigubíl áðan, svo ég settist aftan à vespu hjá Tælendingi sem getur ekki hafa verið undir sextugu. Hann hafði varla stigið á bensíngjöfina þegar hann var byrjaður að bjóða mér hass, því næst kókaín og vændiskonur og loks vændiskonur með typpi. Eftir að hafa afþakkað allt þetta pent àtti manngarmurinn bara eitt tromp eftir: ,,viltu komast í kirkju?"!!!"

Hvað ertu eiginlega að gera þarna úti? "Ég ætla að læra að kafa og sörfa, er á leiðinni til Balí og sennilega Ástralíu en er að klára að skrifa bók líka," svarar fjölmiðlamaðurinn.

Sölvi var alveg til í spjall í gær og hann gaf okkur leyfi til að birta reynslusögu sína af Facebook.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.