Lífið

Ekki ætlunin að særa blygðunarkennd neins

Ellý Ármanns skrifar
Auglýsing Fitness Sport hefur vakið athygli á Facebook þar sem stendur meðal annars þessi texti:  "Taktu þátt í Nectarmyndatöku Fitness Sport og sendu okkur skemmtilega mynd af þér! "

Við höfðum samband við Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóra Fitness Sport og spurðum hann út í uppátækið eða myndaleikinn sem virðist hafa farið misvel í fólk. 

Haraldur Fossan fitnesskappi sendi inn þessa mynd af sér.
Þetta uppátæki ykkar hefur vakið mikla athygli á Facebook?   "Já það er rétt. Við ákváðum að búa til létta myndakeppni á Facebook þar sem nafnið á vinsælasta próteininu okkar er svolítið tvírætt og hægt að nota á þennan skemmtilegan hátt."

Kristjana tekur sig vel út.
Hvað báðuð þið fólk nákvæmlega um að gera? "Það eina sem þarf að gera er að senda inn mynd af þér með Nectar dúnk á myndinni. Sumir misskildu og héldu að þeir þyrftu í alvöru að senda inn nektarmynd og svo hafa nokkrir lýst yfir hneykslun sinni á þessu en eins og áður sagði er þetta allt til gamans gert og ekki ætlunin að særa blygðunarkennd neins."

"Þó eru einhverjir sem tóku okkur alveg á orðinu eins og til dæmis Haraldur Fossan fitnesskappi sem sendi inn mjög skemmtilega mynd af sér með Nectardúnkinn en við tökum fram að allir geta tekið þátt og það er í raun eina skilyrðið að Nectar dúnkurinn sjáist á myndinni. Við ætlum að veita samtals 100.000 krónur í verðlaun fyrir skemmtilegustu myndirnar þannig að við skorum á alla að taka þátt," segir Svavar.

"Mig langar að taka fram að þetta er eina próteinið sem er algerlega kolvetna og fitulaust og svo er það algerlega glúteinfrítt og lactosefrítt sem gerir það sérstaklega vinsælt hjá þeim sem eru með mjólkur og glúteinóþol."

Gurrý Jónsdóttir pósar hérna - fullklædd enda vill Svavar ekki nektarmyndir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.