Lífið

Losar sig við húsið eftir skilnaðinn

Söngkonan Katy Perry er búin að láta hús sitt í Hollywood-hæðum á sölu en hún keypti það með fyrrverandi eiginmanni sínum, spéfuglinum Russell Brand.

Ásett verð er 6,925 milljónir dollara, rúmlega átta hundruð milljónir króna. Katy og Russell giftu sig í október árið 2010 en gengu frá skilnaði sínum formlega í júlí í fyrra. Þau keyptu húsið í júní árið 2011 og voru með stór plön um að taka það í gegn. Sex mánuðum seinna sótti Russell um skilnað.

Kiss kiss.
Húsið var byggt snemma á þriðja áratug síðustu aldar og er á tveimur hæðum. Það er búið sjö svefnherbergjum og níu baðherbergjum.

Pössuðu ekki nógu vel saman.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.