Lífið

Lindsay tárast hjá Letterman

Partípían Lindsay Lohan mætti í fyrsta viðtalið sitt á þriðjudag eftir að hún var dæmd í þriggja mánaða meðferð fyrir stuttu. Það var sjálfur David Letterman sem náði að krækja í viðtal við stúlkuna sem er afar umtöluð.

“Við héldum að þú myndir ekki láta sjá þig hér aftur út af öllum skrýtlunum. En þú ert nógu hugrökk og sjálfsörugg til að koma hingað og tala við mig,” sagði David meðal annars í spjallinu við Lindsay. Það var of mikið fyrir stúlkuna sem brotnaði niður og kjökraði er hún þakkaði David fyrir hlý orð í sinn garð.

Erfið stund fyrir Lindsay.
Lindsay byrjar í meðferð þann 2. maí og segist vera hæstánægð með það.

Miklir mátar.
“Mér finnst það vera blessun, ekki bölvun. Ég er hamingjusömust þegar ég er að vinna og er heilbrigð í sannleika sagt. Ég lít á þetta sem tækifæri til að einblína á það sem ég elska í lífinu.”

Mætti í stúdíóið í leðurpilsi.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.