Lífið

Halda lítið brúðkaup

Avril Lavigne ætlar að halda litla brúðkaupsveislu með Chad Kroeger.
Avril Lavigne ætlar að halda litla brúðkaupsveislu með Chad Kroeger.
Söngkonan Avril Lavigne og Chad Kroeger, söngvari hljómsveitarinnar Nickleback, trúlofuðust síðasta sumar eftir mánaðarlangt samband. Parið ræddi samband sitt og brúðkaupsáform sín í útvarpsþætti Ryan Seacrest fyrir skemmstu.

„Þetta verður lítið brúðkaup með nánustu vinum okkar og fjölskyldu. Það verður samt stórfenglegt og það verður þema. Chad veit ekki öll smáatriðin ennþá,“ sagði söngkonan um væntanlegt brúðkaup.

Lavigne og Kroeger kynntust fyrir ári síðan er þau unnu saman við gerð hljómplötu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.