Lífið

"Ég er eiginlega bara orðlaus“

Ellý Ármanns skrifar
Hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Kalli Berndsen hjálpar konum og körlum að finna sitt rétta útlit í sjónvarpsþáttunum Í nýju ljósi á Stöð 2 á miðvikudagskvöldum.

Ragnheiður fyrir breytinguna sem Kalli gerði á henni í þættinum.
Í síðasta þætti var það Ragnheiður Þorgeirsdóttir 43 ára, fráskilin þriggja barna móðir, sem fékk að njóta krafta Kalla. Ragnheiður starfar í bakaríi í Borgarnesi og sótti um þátttöku í Í nýju ljósi því hana langaði að prófa eitthvað nýtt.

Ragnheiður hefur sjálf lært fatahönnun og förðun og hafði nýverið farið í heilsuátak þar sem hún léttist um þónokkur kíló. Henni fannst því kominn tími til að taka breytinguna alla leið og leitaði á náðir galdramannsins Kalla Berndsen. 

Ragnheiður hélt að þetta væri ekki hægt.
Það er óhætt að segja að Ragnheiður hafi tekið stakkaskiptum í meðförum Kalla. Hann kann betur en flestir að draga fram kosti hvers og eins með klæðaburðinum einum saman. Einnig tók hár Ragnheiðar miklum breytingum hjá Kalla, en hún var fyrir með þykkt og liðað hár sem hún átti í erfiðleikum með að ráða við.

„Ég er eiginlega bara orðlaus, ég hélt að þetta væri ekki hægt,“ sagði Ragnheiður þegar hún sá spegilmynd sína í fyrsta sinn eftir breytinguna.



Enginn smá munur á minni!
Þáttur Kalla Berndsen er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20:30 í kvöld.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.