Lífið

Ekki slæm móðir

Paltrow segir börnin sín venjuleg og borða meira að segja Oreo-kex við og við.
Paltrow segir börnin sín venjuleg og borða meira að segja Oreo-kex við og við. Mynd/Getty
Leikkonan Gwyneth Paltrow segir í viðtali í sjónvarpsþættinum Dr. Oz sem frumsýndur verður á morgun að hún þröngvi mataræði sínu ekki upp á börnin sín.

Orðrómar hafa verið uppi um að hún hafi sett alla fjölskylduna á sérstakt mataræði þar sem kolvetni er tekið út og að hún gefi börnunum sínum þang að borða. Hennar hörðustu gagnrýnendur ganga svo langt að kalla hana slæma móður.

„Í fyrsta lagi þá er þetta ekki satt,“ segir Paltrow í viðtalinu. „Sonur minn er með slæmt exem og einnig með glúten- og mjólkuróþol. Ég reyni að hafa allan mat glútenlausan fyrir hann. Ég veit ekki hvaðan þessar sögusagnir koma, þetta eru bara venjuleg börn sem borða meira að segja Oreo-kex annað slagið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.