Lífið

Mér er sama þó fólk haldi að ég sé hommi

Tónlistarmógúllinn Simon Cowell er yfirleitt umkringdur fallegum konum en samt sem áður ganga sögur þess efnis að hann sé samkynhneigður.

"Mér gæti ekki verið meira sama þó fólk haldi að ég sé samkynhneigður. Það er ekkert til að skammast sín fyrir," segir Simon í viðtali við tímaritið Radio Times.

Simon er skrautlegur karakter.
"Ég myndi kannski skammast mín ef ég væri uppi fyrir tvö hundruð árum síðan og ynni í kolanámu. En ég vinn í samkynhneigðasta bransa í heimi! Tónlist og sjónvarp! Það myndi ekki breyta neinu í lífi mínu né ferli að vera hommi. Margir vina minna eru samkynhneigðir en ég er það ekki," bætir Simon við.

Ber að ofan á ströndinni.
Simon var síðast í tygjum við glamúrpíuna Carmen Electra.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.