
Lífið

Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals
Valur hélt Þorrablót Miðbæjar og Hlíða síðastliðið laugardagskvöld á Hlíðarenda. Óhætt er að segja að gleði og stemning hafi verið í loftinu þar sem Friðrik Ómar og Jógvan keyrðu upp stemninguna.

„Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“
Í síðasta þætti af Séð & heyrt, sagan öll á Stöð 2 var rætt við Lilju Katrín Gunnarsdóttur, blaðamann og stjórnanda morgunútvarps Bylgjunnar.

Drengurinn skal heita Ezra
Athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor hafa nefnt litla drenginn sem þau eignuðust í lok janúar. Hann heitir Ezra Antony Amor.

Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi
Starfsmenn Sundlauga Reykjavíkur skemmtu sér með stæl á nýársfögnuði sem haldinn var í Þróttaraheimilinu. Margt var um manninn og gleðin var við völd.

Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni
Käärijä fulltrúi Finnlands í Eurovision árið 2023 í Liverpool mætir á úrslit Söngvakeppninnar í ár. Þar mun hann taka lagið sem skilaði honum öðru sæti í keppninni það árið, Cha Cha Cha.

Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Birtíngs segir til skoðunar að gefa aftur út tímaritið Séð og heyrt. Það gildi reyndar um mörg vörumerki Birtíngs.

Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi?
„Engum manni dettur í hug ótilneyddum að láta taka sig í karphúsið. Enda koma margir misjafnlega vel leiknir úr heimsókn í það ágæta hús.“ Þessi orð blaðamanns Þjóðviljans frá árinu 1980 eru jafnsönn í dag og þau voru þá en Karphúsið hefur verið foreldrum þjóðarinnar hugleikið undanfarnar vikur og mánuði.

Seldist upp á einni mínútu
Tólf hundruð manns mættu og skemmtu sér saman þegar Fram boðaði til Þorrablóts 113 í Framhöllinni í Grafarholti um helgina. Þar voru Framsóknarmenn og borgarfulltrúar atkvæðamiklir en það seldist upp á þorrablótið á einni mínútu og var stemningin eftir því.

Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á.

Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið
Sigurvilji, ný íslensk heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara, verður frumsýnd laugardaginn 8. febrúar í Laugarásbíói. Myndin fer í kjölfarið í almennar sýningar í Laugarásbíói og í Bíóhúsinu á Selfossi.

Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat
Iðjuþjálfinn Sólveig Kristín Björgólfsdóttir hefur vakið athygli fyrir skrif sín og gagnrýni á skólamat barna í grunnskólum.

Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð
Ívar Örn Katrínarson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Dr. Mister, segist hafa ákveðið að verða dópisti tíu ára gamall. Hann vakti gríðarlega athygli uppúr aldamótum fyrir tónlist en einnig ýmis axarsköft. Hann segist nú á beinu brautinni.

Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi
Ömurlegt veður, gular, appelsínugular og rauðar veðurviðvaranir settu svo sannarlega ekki strik í reikninginn í síðustu viku hjá stjörnum landsins. Hvort sem það voru utanlandsferðir á fjarlægari slóðum eða kósý heima, þá var allt að gerast í vikunni sem leið.

Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn
Ástralska fyrirsætan Bianca Censori, eiginkona bandaríska rapparans Kanye West, vakti mikla athygli þegar hún stillti sér upp svo gott sem nakin á rauða dreglinum á Grammy-verðlaunahátiðinni í gærkvöldi.

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara.

Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna
Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt.

Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum
Langar raðir mynduðust þegar heimsfrægur hamborgarastaður opnaði í Garðabæ í dag. Staðurinn var hins vegar aðeins opinn í dag og komust færri að en vildu.

„Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“
Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna lýsir ástandi sínu eftir þrefalt kjálkabrot í nýju myndbandi. Hann ætlar ekki í fýlu, benda á sökudólga eða horfa í baksýnisspegilinn. Hann verði kominn á svið aftur áður en fólk veit af.

„Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“
„Það fór að birta til undir lok lyfjameðferðarinnar þar sem sólin var ætíð hærra á lofti, dag frá degi og þá vissi ég að það væri stutt í mark,“ segir Pétur Steinar Jóhannsson en hann var einungis 23 ára þegar hann greindist með Hodgkins lymphoma – eitilfrumukrabbamein á 2. stigi.

Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni!

„Mig langaði að segja þessar sögur“
„Það sem stendur svolítið upp úr er að á þessum tíma vissi í raun enginn hvernig ætti að bregðast við í þessum aðstæðum, þegar kom að björgunaraðgerðum og þess háttar,“ segir Daníel Bjarnason leikstjóri heimildarmyndarinnar Fjallið það öskrar sem frumsýnd var á Stöð 2 þann 3.janúar síðastliðinn.

Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður
Leikkonan Lily Collins og leikstjórinn Charlie McDowell eignuðust dóttur með hjálp staðgöngumóður fyrr í vikunni.

„Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“
„Þetta fékk auðvitað á okkur alla. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég þurfti að taka barnið; hvað það var lítið og létt. Og á þessum tíma átti maður sjálfur ung börn. Þannig að það var ýmislegt sem fór í gegnum hugann á þessum tíma,“ segir Guðmundur Oddgeirsson flugbjörgunarsveitarmaður.

Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi
„Fyrst þegar við vissum að þetta væri krabbamein fengum við bæði áfall og það var ekki fyrr en ég fór að vinna í mínum málum einu og hálfu ári eftir lyfjameðferð að það fór að birta til hjá mér,“ segir Aron Bjarnason en hann og Dagbjört eiginkonan hans voru bæði 31 árs þegar hún greindist með eggjastokkakrabbamein í lok árs 2021.

Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu.

Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts
Opnunarhátíð árlegs fjáröflungar- og vitundarvakningarátaks Krafts, Lífið er núna, fór fram í síðustu viku með pompi og prakt. Rúmlega tvöhundruð manns mættu í verslun Rammagerðarinnar þar sem var margt um manninn og gleði í lofti.

Merzedes Club snýr aftur
Hljómsveitin Merzedes Club mun snúa aftur eftir langt hlé í Laugardalshöll í maí. Tónleikarnir í Laugardalshöll verða hluti af afmælisveislu FM95Blö.

Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði
Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona eiga von á barni. Þetta tilkynna þær í einlægri færslu á samfélagsmiðlum.

„Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV
Plastpottablóm sem verðlaunahöfum á Bókmenntaverðlaunum Íslands var stillt upp við síðastliðinn miðvikudag eru ekki hluti af innanhússmunum Bessastaða heldur voru leikmunir Ríkisútvarpsins. Blómin vöktu athygli pottablómaunnenda í Facebook-hópnum Stofublóm inniblóm pottablóm hópnum en í hópnum eru um 41 þúsund manns.

Þungarokkarar komast ekki til Íslands
Bandarísku þungarokkararnir í MANOWAR komast ekki til landsins vegna óveðurs, þar sem flug liggur niðri. Því neyðist sveitin til að fresta tónleikum sínum sem fara áttu fram í Hörpu á morgun 1. febrúar.