Heimatilbúið „corny“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. október 2025 09:01 Guðrún Ásdís er fjögurra barna móðir búsett í Höfn á Hornarfirði og heldur úti Instagram-síðunni Heilshugarlífstíll. Guðrún Ásdís, sem heldur úti Instagram-síðunni Heilshugarlífstíll, deildi nýlega uppskrift að vinsælum hafrastykkjum eftir fjölda fyrirspurna frá fylgjendum sínum. Hún segir stykkin henta einstaklega vel sem nesti í skólann, í gönguferðir eða bara með kaffinu. „Þau eru mjög vinsæl hérna heima – krakkarnir elska þau og við líka. Þau eru geggjað nammi með kaffinu, en henta líka fullkomlega sem nesti eftir íþróttaæfingar eða í gönguferðir,“ segir Guðrún. Hún bætir við að stykkin séu bæði mjólkur- og hnetulaus og því fullkomin fyrir fjölskyldur með ofnæmi eða skóla sem banna hnetur. Guðrún er fjögurra barna móðir og eiginkona, búsett á Höfn í Hornafirði. Hún hefur fylgt plöntumiðuðu mataræði í mörg ár og segir markmið sitt að verða 100 ára – og geta staðið á höndum! Nú vinnur hún að því að byggja upp vettvang þar sem fólk getur sótt sér innblástur, fræðslu og samfélag um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl, ásamt því að vinna að samfélagsverkefnum á þessum sviðum. Á Instagram-síðu hennar má nálgast fleiri uppskriftir. Heimatilbúin hafrastykki – okkar útgáfa af „Corny“ Hráefni: ½ bolli sólblómafræsmjör (sólblómafræsmjör þarf að útbúa frá grunni, má nota annarsskonar hnetusmjör – en með sólblómafræjum er þetta hnetulaust) ½ bolli hlynsíróp 1 tsk vanilludropar 5 stk rískökur, muldar 1½ bolli gróft haframjöl 1 bolli blönduð fræ, hnetur eða rúsínur (sleppið hnetum til að halda hnetulausu) 1 plata suðusúkkulaði Aðferð: Ristið sólblómafræ á pönnu þar til gyllt. Setjið í blandara og blandið þar til verður að smjöri. Það þarf stundum að stoppa og skrapa úr hliðunum – krefst smá þolinmæði. Hitið fræsmjörið með hlynsírópi og vanilludropum við vægan hita. Blandið þurrefnunum saman í skál og blandið við blautefnið. Hrærið vel. Þrýstið í mót ofan á smjörpappír og frystið í nokkra tíma. Bræðið suðusúkkulaði og hellið yfir. Setjið aftur í frysti í hálftíma áður en þið skerið niður í bita. View this post on Instagram A post shared by Guðrún // Heilshugar lífsstíll (@heilshugarlifsstill) Matur Uppskriftir Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Þau eru mjög vinsæl hérna heima – krakkarnir elska þau og við líka. Þau eru geggjað nammi með kaffinu, en henta líka fullkomlega sem nesti eftir íþróttaæfingar eða í gönguferðir,“ segir Guðrún. Hún bætir við að stykkin séu bæði mjólkur- og hnetulaus og því fullkomin fyrir fjölskyldur með ofnæmi eða skóla sem banna hnetur. Guðrún er fjögurra barna móðir og eiginkona, búsett á Höfn í Hornafirði. Hún hefur fylgt plöntumiðuðu mataræði í mörg ár og segir markmið sitt að verða 100 ára – og geta staðið á höndum! Nú vinnur hún að því að byggja upp vettvang þar sem fólk getur sótt sér innblástur, fræðslu og samfélag um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl, ásamt því að vinna að samfélagsverkefnum á þessum sviðum. Á Instagram-síðu hennar má nálgast fleiri uppskriftir. Heimatilbúin hafrastykki – okkar útgáfa af „Corny“ Hráefni: ½ bolli sólblómafræsmjör (sólblómafræsmjör þarf að útbúa frá grunni, má nota annarsskonar hnetusmjör – en með sólblómafræjum er þetta hnetulaust) ½ bolli hlynsíróp 1 tsk vanilludropar 5 stk rískökur, muldar 1½ bolli gróft haframjöl 1 bolli blönduð fræ, hnetur eða rúsínur (sleppið hnetum til að halda hnetulausu) 1 plata suðusúkkulaði Aðferð: Ristið sólblómafræ á pönnu þar til gyllt. Setjið í blandara og blandið þar til verður að smjöri. Það þarf stundum að stoppa og skrapa úr hliðunum – krefst smá þolinmæði. Hitið fræsmjörið með hlynsírópi og vanilludropum við vægan hita. Blandið þurrefnunum saman í skál og blandið við blautefnið. Hrærið vel. Þrýstið í mót ofan á smjörpappír og frystið í nokkra tíma. Bræðið suðusúkkulaði og hellið yfir. Setjið aftur í frysti í hálftíma áður en þið skerið niður í bita. View this post on Instagram A post shared by Guðrún // Heilshugar lífsstíll (@heilshugarlifsstill)
Matur Uppskriftir Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira