Lífið

Þriðju kynslóðar lúðraþeytir

„Þetta gekk mjög vel. Mjög gaman og frábær lífsreynsla,“ sagði Baldvin Oddsson, fjórtán ára trompetleikari, eftir að hafa spilað einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gær.

Lífið

Úr þinginu í orgelleik um jól

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur fengið það vandasama verkefni að vera organisti í Flateyrarkirkju á aðfangadag. „Ég var organisti þarna meðfram öðrum störfum eftir snjóflóðið 1995 en þá vann ég í verksmiðjunni Skelfiskur,“ segir Illugi. „Ég hafði svo sem ekki mikinn bakgrunn í orgelspili en ég tók þetta að mér að spila í messunum og ætli mér hafi ekki orðið einstaka sinnum á í messunni líka,“ segir hann og hlær við.

Lífið

Brotist inn hjá Paris Hilton

Brotist var inn á heimili Parisar Hilton í gær og er talið að skartgripum að andvirði tveimur milljónum bandaríkjadala hafi verið stolið í innbrotinu. Lögreglan segir að sést hafi til grunsamlegs manns koma inn um framdyrnar og ráðast inn í svefnherbergi Hiltons þegar að hún var stödd fjarri heimili sínu.

Lífið

Samningur RÚV og Ólafsfells í hönk

Ólafsfell, fyrirtæki Björgólfs Guðmundssonar, mun á næstu dögum fara þess á leit við forsvarsmenn Ríkisútvarpsins að tvíhliða samningur þeirra um framleiðslu á leiknu efni verði tekinn til endurskoðunar. Samningurinn var gerður til þriggja ára og átti að tryggja fjármagn til sjálfstæðra framleiðenda sem vildu framleiða leikið efni fyrir RÚV.

Lífið

Slökkviliðið fækkar fötum

Slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu útbjuggu dagatal með myndum af fjórtán fáklæddum slökkviliðsmönnum og selja í fjáröflunarskyni.

Lífið

Íslenskir Guns N‘ Roses gítarleikarar slást í eftirpartíi

„Þetta var bara eitthvað orðaskak. Já, það má kannski segja að þetta hafi verið pólitískur tónlistarlegur ágreiningur," segir Grétar Bulgretzky annar gítarleikara hinar íslensku Guns N' Roses hljómsveitar. Grétar er annars þekktur fyrir að hafa spilað undir hjá Kalla Bjarna Idolstjörnu á sínum tíma og er sagður með síðasta hárið í bransanum um þessar mundir.

Lífið

Styrkur til Borgarleikhússins skorinn niður

Að ósk Reykjavíkurborgar hefur verið gert samkomlag, milli borgarinnar og Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, um nær 50 milljóna króna lækkun framlaga borgarinnar til leikhússins á næsta ári frá gildandi samningi en framlag borgarinnar var áætlað 431 milljón.

Lífið

Anita Briem í stjörnupartíi

Íslenska leikkonan Anita Briem var meðal boðsgesta þegar hinn glæsilegi staður, The Conga Room, var enduropnaður eftir miklar breytingar fyrr í þessum mánuði.

Lífið

Rúnar Júl á stuttermabol

Listamaðurinn Jón Sæmundur Auðarson er í óða önn að hanna stuttermaboli með myndum af Rúnari Júlíussyni. Ágóði bolanna rennur til nýs minningarsjóðs Rúnars.

Lífið

Með burðardýr í startholunum

Fyrsta upplagið af plötu FM Belfast, How to Make Friends, er í þann mund að klárast og vinnur hljómsveitin nú hörðum höndum að því að útvega fleiri eintök.

Lífið

Jólaplönin í háaloft hjá Madonnu og Guy

Hjónakornin fyrrverandi, Madonna og Guy Ritchie, höfðu tilkynnt börnum sínum að þau hygðust halda jólin saman. Svona rétt til að smáfólkið fengi eitthvað fyrir sinn snúð eftir að hafa upplifað erfiðan skilnað. Nú er það skipulag í lausu lofti eftir að enski leikstjórinn neitaði Madonnu um að gista á gamla sveitasetrinu þeirra í Wilt-skíri. The Sun greinir frá málinu og segir að Guy hafi óttast að of margar minningar frá hveitibrauðsdögunum myndu rifjast upp í kjölfarið.

Lífið

Jim Carrey kann enn að djóka

Það er ekki bara Tom Cruise sem kann þá list að skandalísera í sjónvarpi. Jim Carrey hefur hugsanlega fylgst með framgöngu hinnar smávöxnu stórstjörnu í sjónvarpi undanfarin ár og ákveðið að leika sama leik. Carrey er hins vegar mun meiri húmoristi en Cruise litli og gerði því áhorfendur spjallþáttastjórnandans Ellen deGeneres kjaftstopp þegar hann bað unnustu sinnar, Jenny McCarthy, í beinni útsendingu.

Lífið

Engin börn hjá Scarlett

Bandaríska leikkonan með skandinavíska eftirnafnið, Scarlett Johansson, hefur útilokað barneignir í nánustu framtíð. Hún segist einfaldlega ekki hafa tíma til þess. Scarlett og leikarinn Ryan Reynolds gengu í það heilaga í september á þessu ári en börn virðast ekki á næsta leiti. „Ég er 24 ára gömul, ég á enn mikið eftir ógert og hef nægan tíma til að spá í börn," sagði Scarlett í samtali við Entertainment Tonight. Scarlett útilokar hins vegar ekki að verða mamma einn daginn. „Einhvern tímann, en ég er ekki tilbúin fyrir það núna."

Lífið

Hilton líkt við Monroe

Slúðurblöð væru fátækleg ef Parisar Hilton og hennar yfirlýsinga nyti ekki við. Hinn 27 ára hótelerfingi hefur nú upplýst heimsbyggðina um að hún hafi alltaf vitað að hún yrði fræg ljóska. „Ég var elsta barnabarnið og amma mín var alveg viss um að ég yrði næsta Marilyn Monroe eða Grace Kelly. Hún hélt þessu statt og stöðugt fram alla mína æsku. Og svo var alltaf verið að taka myndir af mér,“ útskýrir Paris.

Lífið

Fergie í hjónaband

Söngkona Black Eyed Piece, Fergie, hyggst ganga í það heilaga með leikaranum Josh Duhamel í næsta mánuði, að sögn vefsíðunnar Access Hollywood. Parið trúlofaði sig í desember í fyrra og hefur nú ákveðið dagsetningu fyrir stóra daginn. Fergie hefur rætt um hversu mikið hana langi að eignast fjölskyldu og nú virðist stóri dagurinn innan seilingar. Access Hollywood segist hafa heimildir fyrir því að vígslan fari fram í Suður-Kaliforníu helgina 9.-11. janúar.

Lífið

Stafakarlar á söngleikjaplötu

„Platan er sérstök að því leyti að hver stafakarl í sögunni fær sitt eigið lag, þannig að allt stafrófið er kynnt til sögunnar,“ segir Bergljót Arnalds, en hún gaf nýverið út 35 laga plötu um Stafakarlana. „Stafakarlinn sem syngur í hvert skipti fjallar um það sem hefst á þeim staf.“

Lífið

Grunaði ekki að Freddie væri hommi

Gítarleikari rokksveitarinnar Queen og góðvinur Nylon-flokksins, Brian May, hefur stigið fram með merkilegar upplýsingar. Hann segist nefnilega aldrei hafa grunað að Freddie Mercury væri hommi.

Lífið

Rafrænt rokk og ról

Rafræna rokksveitin Ratatat frá Bandaríkjunum spilar á Broadway í kvöld á tónleikum sem eru skipulagðir af Jóni Jónssyni ehf., sem heldur upp á eins árs afmælið sitt um þessar mundir.

Lífið

X-mas í Hafnarfirði

Hinir árlegu jólatónleikar X-ins 977, X-Mas, verða haldnir á Dillon sportbar í Hafnarfirði á mánudagskvöld. Á síðasta ári voru tónleikarnir haldnir á Nasa og því ljóst að X-ið hefur minnkað aðeins við sig.

Lífið

Ullarhattar í ellefta sinn

Hljómsveitin Ullarhattarnir verður með árlega jólatónleika sína á Þorláksmessukvöld á skemmtistaðnum Nasa. Þetta er í ellefta skipti sem Hattarnir stíga á stokk en eins og margir vita spila þeir bara einu sinni á ári. Bæði jólalög og þekktar dægurperlur verða á dagskránni og meðal annars mun Jens Hansson flytja sína útgáfu af laginu White Christmas.

Lífið

Veitt úr Dungalssjóði

Í gær voru veitt árleg verðlaun úr Dungals-sjóði sem Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir stofnuðu til minningar um Margréti og Baldvin Dungal kaupmann. Sjóðurinn hefur árlega styrkt unga myndlistarmenn til dáða með fjárhæð.

Lífið

Robbie Williams gerir nýja plötu

Breska ólíkindatólið Robbie Williams er á leiðinni í upptökuver til að taka upp nýja plötu. Þetta þykir sæta nokkuð tíðindum því breskir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af fréttum um að hann vildi ganga til liðs við Take That-flokkinn á nýjan leik. Nú hefur þeirri endurkomu verið ýtt út af borðinu og Robbie hyggst gera plötuna í byrjun janúar. „Ég myndi byrja fyrr ef ég gæti en upptökuverið er upptekið og ég verð því bara að bíða þótt ég sé ekkert sérstaklega þolinmóður maður að eðlisfari,“ segir Robbie.

Lífið

Les ennþá DV

Fyrrum blaðamaður DV, Jón Bjarki Magnússon, var mættur til að mótmæla í Fjármálaeftirlitinu og útibúi Glitnis við Suðurlandsbraut í morgun. Það vakti óneitanlega athygli að meðan mótmælendur voru í útibúi Glitnis sat hann hinn rólegasti og gluggaði í DV.

Lífið

Þrýstnar varir Ásdísar Ránar - myndband

Mikið hefur verið rætt um varir Ásdísar Ránar eftir að hún var gestur Loga Bergmanns síðstliðinn föstudag. Ásdís skartaði einstaklega þrýstnum og girnilegum vörum sem vöktu mikla athygli. Í kjölfarið útskýrði hún leyndarmálið bak við varirnar þokkafullu á blogginu sínu.

Lífið

Varir Ásdísar

„Mér hefur svo sannarlega tekist að hrista upp í þjóðinni í heimsókn minni og það sem brennur nú á vörum flestra á klakanum eru VARIRNAR á mér," skrifar Ásdís Rán á bloggið sitt.

Lífið