Lífið

Ullarhattar í ellefta sinn

Hljómsveitin Ullarhattarnir verður með árlega jólatónleika sína á Þorláksmessukvöld.
Hljómsveitin Ullarhattarnir verður með árlega jólatónleika sína á Þorláksmessukvöld.
Hljómsveitin Ullarhattarnir verður með árlega jólatónleika sína á Þorláksmessukvöld á skemmtistaðnum Nasa. Þetta er í ellefta skipti sem Hattarnir stíga á stokk en eins og margir vita spila þeir bara einu sinni á ári.

Bæði jólalög og þekktar dægurperlur verða á dagskránni og meðal annars mun Jens Hansson flytja sína útgáfu af laginu White Christmas. Einnig verður leynigestur á staðnum. Meðlimir Ullarhattanna eru Jón Ólafsson, Stefán Hilmarsson, Friðrik Sturluson, Eyjólfur Kristjánsson og Jóhann Hjörleifsson. Forsala aðgöngumiða fer fram á Nasa á mánudag milli 15 og 17. Einnig fást miðar í Respekt í Firðinum. Miðaverð er 2.000 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.