Lífið

Stjúpmóðir Whitney Houston höfðar mál

Stjúpmóðir Whitney vill að hún skili peningunum sem faðir hennar lét eftir sig.
Stjúpmóðir Whitney vill að hún skili peningunum sem faðir hennar lét eftir sig.
Stjúpmóðir Whitney Houston hefur höfðað mál gegn söngkonunni vegna milljón dollara líftryggingar sem faðir Houston lét eftir sig þegar hann dó fyrir fimm árum.

Barbara Houston segir að stjúpdóttir sín hafi átt að nota meirihluta upphæðarinnar til að borga upp húsnæðislán föður síns. Hún býr sjálf í húsinu og segir að hún hafi sjálf átt að fá afganginn af peningunum. Í málshöfðuninni segir hún að Whitney hafi haldið arfinum fyrir sig og þar með brotið lög.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.