Lífið

Rafrænt rokk og ról

Ratatat spilar á Broadway í kvöld.
Ratatat spilar á Broadway í kvöld.
Rafræna rokksveitin Ratatat frá Bandaríkjunum spilar á Broadway í kvöld á tónleikum sem eru skipulagðir af Jóni Jónssyni ehf., sem heldur upp á eins árs afmælið sitt um þessar mundir.

Ratatat hefur áður spilað hér á landi á Iceland Airwaves-hátíðinni við góðar undirtektir. Hróður sveitarinnar hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og hefur hún meðal annars spilað með Björk Guðmundsdóttur.

FM Belfast og Sexy Lazer koma einnig fram á tónleikunum, sem hefjast klukkan 23.30.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.