Lífið samstarf

Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu

House of Beauty
Ólöf H. Aðalsteinsdóttir stríðir við liðagigt en nýtir sér sérstaka líkamsmeðferð til að halda verkjunum niðri.
Ólöf H. Aðalsteinsdóttir stríðir við liðagigt en nýtir sér sérstaka líkamsmeðferð til að halda verkjunum niðri. Þorgeir Örn Tryggvason / Toggi Media

Í dag kýs Ólöf að fara í Silk Lipomassage meðferð frekar en til útlanda – því með henni heldur hún verkjunum niðri, lífinu í jafnvægi og húðinni sléttri í leiðinni.

„Sennilega hef ég verið komin með einkenni gigtarinnar löngu fyrir greiningu, því ég man hvað áfengi gerði mig veika þegar ég var unglingur. En það kom ekkert að sök, ég gat alveg látið eins og hálfviti eins og vinir mínir þótt þeir hafi ekkert vitað ég væri ekki að drekka,“ rifjar Ólöf H. Aðalsteinsdóttir upp kímin þegar hún ræddi við okkur um líf með liðagigt og hvernig hún heldur niðri einkennum sjúkdómsins.

Fékk tíma sem hún átti ekki að fá

„Það var nefnilega þannig að ég var bara svona venjuleg fjölskyldumóðir, með stórt heimili og vann mikið, en ég var farin að fá svo mikla verki að ég komst varla fram úr. Fyrst hélt ég að það væri bara vegna mikillar vinnu og álags, en ég ákvað sem betur fer að láta kíkja á mig. 

Ég pantaði tíma hjá heimilislækni sem gaf nú ekki mikið fyrir þessa verki en sagðist svo sem geta sett mig í gigtarpróf, eins og hann væri að gera mér ægilega mikinn greiða.“

Niðurstöður úr blóðprufu sýndu að Ólöf væri með liðagigt sem nefnist ykt sýki, en á þessum tíma var hún farin að skríða frammúr rúminu því hún var svo verkjuð, orkulaus og veik. Ólöf leitaði þá til gigtarlæknis og hálfu ári síðar var hún komin á ný líftæknilyf. „Þvílík lukka sem það var að fá þennan tíma, því um leið og ég byrjaði á lyfjunum var eins og svartri hulu væri svipt frá mér,“ segir hún.

Velur frekar Silk Lipomassage en ferðir til útlanda

Þótt líf Ólafar hafi breyst til hins betra við að fara á gigtarlyf fann hún enn fyrir verkjum. Hún greindist svo með krabbamein í brjósti og mátti ekki nota líftæknilyfin samhliða krabbameinsmeðferðinni í heil 5 ár. Þá kynntist hún Silk Lipomassage.

„Ég man að ég var að horfa á sjónvarpið og sá umfjöllun um nuddtæki sem virkaði djúpt ofan í liði. Þar var kona í viðtali með gigt sem sagðist fara í þessa meðferð á 3ja vikna fresti og að hún næði að halda einkennum niðri með þessari meðferð. Ég ákvað því að slá til og prufa einn tíma. Það þarf bara að prófa sig áfram í þessu. Ég var mjög spennt, en líka smá stressuð í byrjun.“

„Síðan eru liðin mörg ár og ég get ekki hugsað mér að sleppa þessu. Ég fer núna á u.þ.b. þriggja vikna fresti í The House of Beauty og á mér einn uppáhalds meðferðaraðila þar sem þekkir mig orðið svo vel. Ég veit að þetta kostar svolítið, en ég vel frekar að leyfa mér þetta heldur en til dæmis að fara til útlanda. Þetta bara skiptir mig það miklu máli.“

Ólöf segir þjónustuna frábæra hjá House of Beauty og meðferðaraðilar þekki þarfir viðskiptavina út og inn.Þorgeir Örn Tryggvason / Toggi Media

Um Silk Lipomassage:

Silk Lipomassage notast við neikvæðan þrýsting til að örva sogæðakerfið, draga úr bjúg, lina verki og bæta húðáferð. Meðferðin hentar sérstaklega vel þeim sem glíma við gigt, stífleika, bjúg eða verki í vöðvum og liðum. Hjá The House of Beauty er einstaklingsmiðuð nálgun þar sem öryggi, þægindi og árangur er í forgrunni.


Samspil lífernis, meðferðar og lyfja

Ólöf leggur áherslu á að líftæknilyfin hafi breytt lífi hennar til hins betra en segir einnig að henni líði best þegar lyfin og lífstíll vinna saman.

„Í dag held ég mér góðri með því að passa ég mig mikið á því hvað ég læt ofan í mig og reyni að borða sem hreinastan mat, ekkert gjörunnið. Ég tek gigtarlyfin mín og mæti samviskusamlega í Silk Lipomassage tímana og þannig held ég einkennum gigtarinnar í skefjum. 

Áður en ég byrjaði að mæta í þessa tíma þá varð ég stundum svo þrútin að ég gat ekki verið með úrið mitt á mér.

Ég á strák sem var mikið að lyfta þegar hann var 17 ára og var í hefðbundnu nuddi vegna verkja. Ég ákvað að bjóða honum í tvo „silk“ tíma en hann hafði nú ekki mikla trú á þessu. En viti menn, eftir þessi tvö skipti var hann orðinn verkjalaus og mátti draga til baka efasemdirnar.“

Slétt húð bara bónus

Þótt Ólöf nýti sér Silk Lipomassage í þeim tilgangi að draga úr bjúg og lina verki þá hefur meðferðin óvæntan bónus. „Jú, maður fær sko mun sléttari húð líka“, segir Ólöf og brosir. „Alltaf að græða eitthvað.“

Ólöf fer reglulega í House of Beauty og finnur mikinn mun á líðan.Þorgeir Örn Tryggvason / Toggi Media

Fyrir appelsínuhúð:

Silk Lipomassage meðferðin er ekki aðeins öflug fyrir bólgur, liði og sogæðakerfið heldur er hún ein sú öflugasta meðferð fyrir appelsínuhúð sem þú kemst í.


Áföll hafa áhrif á liðagigt

Líf Ólafar hefur ekki verið dans á rósum. Yngsti sonur hennar tók eigið líf eftir stuttan tíma í neyslu. Stór áföll í lífinu hafa djúp áhrif á fólk og geta einnig aukið einkenni sjúkdóma eins og liðagigtar þá sérstaklega ef fólk heldur sér ekki við með réttri meðferð.

„Í dag er ég í góðri rútínu en ég tók mér samt pásu frá „silkinu“ í nokkra mánuði í vetur og fékk þá fljótlega þreytuverki, ekki beint harðsperrur, en þyngsli í líkamanum, sérstaklega í baki. Ég dreif mig aftur og strax eftir nokkur skipti leið mér miklu betur.“

Ólöf bendir þó á að meðferðirnar henti ekki endilega öllum. „Ef fólk hefur farið í bakaðgerðir eða er með ákveðin meiðsli, þá þarf að meta það sérstaklega. En starfsfólkið hjá The House of Beauty er mjög vandvirkt og tekur vel á móti fólki. Þessir þættir eru allir skoðaðir með sérfræðingunum þar.“

Hún lýsir meðferðunum sem mildum en áhrifaríkum. „Maður finnur sem dæmi oft fyrir verkjum eftir langan tíma við tölvuna eða þreytu í fótunum eftir daginn og fer svo í Silk og það losar um spennuna. 

"Ég myndi frekar fara í silk en margt annað sem kostar jafn mikið og skilar minni árangri."Þorgeir Örn Tryggvason / Toggi Media
Meðferðin hefur líka svo góð áhrif á orkuna og andlega líðan, hún slær á kvíða og vanlíðan.“

„Ég gæti setið hérna og talað um þetta út í eitt,“ segir hún hlæjandi. Ef ég ætti að segja eitthvað að lokum, þá væri það þetta: Ég myndi frekar fara í silk en margt annað sem kostar jafn mikið og skilar minni árangri.”

Þegar hún er beðin um heilræði fyrir aðra sem glíma við gigt; „Ég hvet alla sem eru að velta fyrir sér úræðum til að halda gigtareinkennum niðri til að gefa þessari meðferð séns.”


Hafa þróað meðferðina og betrumbætt

„Ávinningurinn byrjar frá fyrsta tíma en mikilvægt er að taka nokkur skipti í röð helst vikulega til að byrja með til að finna raunverulegar breytingar à verkjum og líðan,“ segir Sigrún Lilja eigandi The House of Beauty.

„Við mælum yfirleitt með að fólk komi í tíu skipti til að ná tökum á bólgum og verkjum. Svo tekur við viðhaldsprógramm til að halda einkennum áfram niðri og þá finna flestir sjálfir hversu oft þeir þurfa að koma – sumir koma á mánaðar fresti, aðrir á þriggja vikna fresti.

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, eigandi House of Beauty

Eftir fyrstu skipti er eðlilegt að verða þreytt/ur – við erum að virkja mörg kerfi í líkamanum, svo ég hvet fólk til að taka því rólega og jafnvel leggja sig eftir fyrsta tímann.

Tíminn sjálfur tekur um 40 mínútur og endar alltaf á notalegu baktríti. Við höfum þróað og betrumbætt meðferðina með árunum og gerum allt til að þetta sé bæði áhrifaríkt og góð upplifun. Margir segja að þeir fari að sofa betur strax eftir fyrsta eða annað skiptið, en raunverulegur munur kemur oft eftir þriðja eða fjórða skipti. En til að ná almennilegum árangri mæli ég með tíu skiptum. Gefðu líkamanum svigrúm til að vinna vinnuna.“ Segir Sigrún.

Af hverju heldur þú að fólk velji þessa meðferð fram yfir aðrar sambærilegar og finni svona mikinn mun á sér eftir hana?

„Án þess að vera læknir eða sjúkraþjálfari sjálf, þá starfa ég með heilbrigðismenntuðu fólki flesta daga og hef unnið með þetta í langan tíma og sökkt mér mikið í þessi fræði. Ég hef mikinn áhuga á líkamanum og því hvað raunverulega virkar – og mér finnst þessi meðferð skera sig úr af því hún vinnur ekki bara á einum þætti, heldur á nokkrum lykilkerfum líkamans í einu.


SILK Lipomassage vinnur markvisst m.a. á eftirtöldum þáttum:

✓ Losar um stífan bandvef

✓ Örvar sogæða- og blóðflæði

✓ Vinnur djúpt ofan í liði og vöðva

✓ Losar um bólgur

✓ Mýkir vefina og bætir áferð húðarinnar

✓ Örvar grunnbrennslu og efnaskipti

✓ Minnkar appelsínuhúð

✓ Mótar líkamann


Í mjög svo einfölduðu máli þá hjálpar meðferðin sogæðakerfinu að virka betur. Það er lífsnauðsynlegt kerfi sem styður ónæmiskerfið og losar líkamann við úrgang og bólguvalda og ekki má gleyma að það gegnir einu mikilvægasta hlutverkinu í að losa fitu út úr líkamanum. 

Svo vinnum við líka djúpt inn í vöðva, liðamót og bandvefi í meðferðinni en þegar bandvefir eru stífir eða óheilbrigðir, þá kemur oft fram spenna, hnútar, bólgur og jafnvel taugaverkir. Með því að losa um og mýkja bandvefinn verður blóðflæði betra og taugakerfið róast sem leiðir gjarnan að sér að verkir minnka.

Þegar við vinnum með bandvefinn, þá hefur það líka áhrif á andlega líðan því taugaboðefnaframleiðslan, eins og serótónín og endorfín, nær að verða eðlilegri.

þetta er heildræn nálgun sem vinnur með bæði líkamann og hugann. Fólk finnur raunverulega létti, bæði í líkamanum og andlegri líðan – og það er ástæðan fyrir því að ég tel að Silk Lipomassage meðferðin skili svo góðum árangri.“ Segir Sigrún Lilja að lokum.

Áhugasamir geta kynnt sér umrædda meðferð, Silk Lipomassage hjá The House of Beauty betur hér: LIPOMASSAGE SILK - Stakur tími - The House of Beauty Iceland


Vinsæl þjónusta fyrir einstaklinga með bólgur og vefjagigt:

The House of Beauty er heilsu- og líkamsklíník sem hefur verið starfandi í rúm 7 ár með góðum árangri fyrir skjólstæðinga. Stofan hefur sérhæft sig í öflugum lausnum fyrir líkamann án inngripa og aðstoð við einstaklinga með gigt, vefjagigt eða langvinna verki. Silk Lipomassage meðferðin er einstaklingsmiðuð útfrá aðstæðum og heilsufari hvers og eins og alltaf unnin af sérþjálfuðu starfsfólki.

Sérfræðiráðgjöf fyrir nýja viðskiptavini:

Ef þú ert að velta fyrir þér hvort meðferðin henti þér, þá býður The House of Beauty upp á ráðgjöf þar sem farið er yfir heilsufar, líkamlegt ástand og markmið til að hægt sé að útbúa meðferðaráætlun sem passar viðkomandi. Hægt er að bóka ráðgjöf hér: Bókaðu tíma í ráðgjöf - The House of Beauty Iceland

Að auki er hægt að fá enn heildstæðari heilsuráðgjöf þar sem farið er yfir aðra þætti sem geta stutt við bætta heilsu, svo sem mataræði og lífstíl. Hægt er að bóka heilsuráðghöf hér: Bókaðu tíma í heilsuráðgjöf - The House of Beauty Iceland






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.