Lífið

Robbie Williams gerir nýja plötu

Robbie Williams er á leiðinni í upptökuver til að gera nýja plötu, þá fyrstu í þrjú ár.
Robbie Williams er á leiðinni í upptökuver til að gera nýja plötu, þá fyrstu í þrjú ár.
Breska ólíkindatólið Robbie Williams er á leiðinni í upptökuver til að taka upp nýja plötu. Þetta þykir sæta nokkuð tíðindum því breskir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af fréttum um að hann vildi ganga til liðs við Take That-flokkinn á nýjan leik. Nú hefur þeirri endurkomu verið ýtt út af borðinu og Robbie hyggst gera plötuna í byrjun janúar. „Ég myndi byrja fyrr ef ég gæti en upptökuverið er upptekið og ég verð því bara að bíða þótt ég sé ekkert sérstaklega þolinmóður maður að eðlisfari,“ segir Robbie.

Síðasta plata söngvarans, Rudebox, fékk ákaflega misjafnar viðtökur en hún kom út árið 2006. Margir spáðu því að ferli hans væri hreinlega lokið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.