Lífið

Stafakarlar á söngleikjaplötu

Bergljót gefur nú út sína fyrstu plötu, en hún hefur áður skrifað nokkrar barnabækur.
Bergljót gefur nú út sína fyrstu plötu, en hún hefur áður skrifað nokkrar barnabækur. MYND/fréttablaðið/stefán
„Platan er sérstök að því leyti að hver stafakarl í sögunni fær sitt eigið lag, þannig að allt stafrófið er kynnt til sögunnar,“ segir Bergljót Arnalds, en hún gaf nýverið út 35 laga plötu um Stafakarlana. „Stafakarlinn sem syngur í hvert skipti fjallar um það sem hefst á þeim staf.“

Bergljót segir plötuna ekki aðeins vera kynningu á stafrófinu, heldur einnig á ýmiss konar tónlist. „Stafakarlinn S er að dansa salsa, og Ó er að syngja óperu. Við erum með rokk og popp og djass líka. Ég þekki karlana svo vel orðið að ég vissi alveg hvernig þeir vildu syngja, svo þetta kom rosalega hratt til mín. Það var samt mikil vinna að koma þessu saman.“

Öll lögin á plötunni eru eftir Bergljótu sjálfa, auk þess sem hún syngur nokkur laganna. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson syngur eitt lag, auk þess sem hann útsetti plötuna með Vigni Snæ Vigfússyni. Það er þó Björgvin Franz Gíslason sem syngur flest lögin, eða fyrir þrjátíu stafakarla. - þeb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.