Lífið

Les ennþá DV

Jón Bjarki Magnússon í útibúi Glitnis í morgun.
Jón Bjarki Magnússon í útibúi Glitnis í morgun.

Fyrrum blaðamaður DV, Jón Bjarki Magnússon, var mættur til að mótmæla í Fjármálaeftirlitinu og útibúi Glitnis við Suðurlandsbraut í morgun. Það vakti óneitanlega athygli að meðan mótmælendur voru í útibúi Glitnis sat hann hinn rólegasti og gluggaði í DV.

Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hætti Jón Bjarki störfum á sunnudaginn og í kjölfarið fór af stað undarleg atburðarrás. Hann sakaði ritstjóra DV um að hafa komið í veg fyrir birtingu fréttar sem hann skrifaði um Sigurjón Þ. Árnason fyrrum Landsbankastjóra. Sagði hann ástæðurnar vera þrýsting stórra aðila úti í bæ.

Ritstjórarnir sögðu þetta ekki rétt hjá Jóni Bjarka í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér. Í Kastljósi var síðan spiluð upptaka af samtali Jóns Bjarka og Reynis Traustasonar ritstjóra þar sem staðfesting fékkst á ásökunum Jóns Bjarka.

Jón Bjarki virðist engu að síður enn lesa DV, líkt og myndin með þessari frétt sýnir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.