Styrkur til Borgarleikhússins skorinn niður 20. desember 2008 07:30 Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri er hvergi banginn þrátt fyrir harkalegan niðurskurð til Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Að ósk Reykjavíkurborgar hefur verið gert samkomlag, milli borgarinnar og Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, um nær 50 milljóna króna lækkun framlaga borgarinnar til leikhússins á næsta ári frá gildandi samningi en framlag borgarinnar var áætlað 431 milljón. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri hafði þetta um niðurskurðinn að segja í gær: „Eðli málsins samkvæmt er nær 50 milljóna króna niðurskurður á fjárframlögum til leikhúss mikið áfall. Staðan í samfélaginu er hins vegar þannig að við litum svo á að við gætum ekki skorast undan þegar Reykjavíkurborg bar fram ósk um viðræður um frávik frá gildandi samningi. Borgarleikhúsið er hluti af samfélaginu og vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar á erfiðum tímum. Aðsókn undanfarið hefur verið sú mesta í sögu félagsins og af þeim sökum erum við betur í stakk búin að taka á okkur svona skell án þess að það komi niður á leikárinu. .“ Þrátt fyrir niðurskurðinn hefur Borgleikhúsið svigrúm til þess að halda starfsemi sinni óbreyttri vegna þeirrar miklu velgengni sem leikhúsið hefur átt að fagna undanfarna mánuði. Nauðsynlegt er að aðlaga starfsemi og skipulag breyttum tímabundnum aðstæðum en ekki verður gripið til þess ráðs að fella niður eða fresta verkefnum. Áætlun leikársins stendur því óhögguð. Aldrei hafa fleiri gestir sótt leikhúsið en undanfarna mánuði og mikil sala er á sýningar fram undan. Áskriftarkortasala leikhússins ellefufaldaðist í haust og meira en tvöfalt fleiri jólagjafakort hafa verið seld en áður. Tilkynnt var um niðurskurð á framlögum borgarinnar á fundi með starfsfólki á fimmtudag. Niðurskurðurinn er augljóslega mikið högg fyrir rekstur leikhússins og ljóst að það mun taka á starfsfólk að mæta honum. Líta stjórn og stjórnendur svo á að það sé skylda leikhússins að leggja sitt af mörkum og axla ábyrgð. Starfsfólk var ánægt með ákvörðun stjórnar leikhússins og sýndi beiðni borgaryfirvalda fullan skilning. Samstarf Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur á sér ríflega aldarlanga sögu og tímabundnar breytingar á samkomulaginu hafa engin áhrif á það góða samstarf í 111 ár. Rekstrarframlag borgarinnar til leikhússins á næsta ári verður því um 370 milljónir króna sem er vel undir 45 prósentum af heildartekjum leikhússins sem þykir afar lágt opinbert framlag miðað við sambærileg leikhús af þessari stærð hérlendis og erlendis. Lítið má því út af bera með aðsókn að verkefnum. Eftir ítarlega skoðun á fjárhag leikhússins, þarf ekki að skera niður verkefni yfirstandandi leikárs eða fresta sýningum. Sýna þarf mikla ráðdeild í rekstri leikhússins. „Í engu verður hvikað frá kröfum um listrænan metnað,“ segir Magnús. Mögulegt er að halda óbreyttri starfsemi vegna þess góða árangurs sem þegar hefur náðst í miðasölu og sölu áskriftarkorta. Hinn 1. desember höfðu yfir 80.000 gestir sótt leikhúsið heim sem er meira en nokkru sinni í sögu þess og áskriftarkortasala hússins ellefufaldaðist milli ára og varð þar með sú mesta í íslensku leikhúsi fyrr og síðar. Verkefnin fram undan eru ólík: Rústað (Blasted) eftir Söru Kane, eitt af umdeildustu leikskáldum seinnni tíma, verður frumsýnt 30. janúar. Pétur Jóhann Sigfússon undirbýr einleik sinn, Sannleikann. Leikrit Friederichs Dürrenmatt, Milljarðamærin snýr aftur, stóð upphaflega til að frumsýna í desember en sökum gríðarlegrar aðsóknar á Fló á skinni og Fólkið í blokkinni var ákveðið að færa sýningartíma verksins. Frumsýning er 27. febrúar. Undirbúningur fyrir Söngvaseið hefur staðið í allan vetur og skemmst er að minnast þess að fjögur þúsund börn freistuðu gæfunnar í áheyrnarprufum. Önnur verkefni sem frumsýnd verða á leikárinu eru Harry og Heimir, Rachel Corrie og Ökutímar. Þegar hafa verið sýndar yfir 50 uppseldar sýningar á Fólkinu í blokkinni og yfir 120 uppseldar sýningar á Fló á skinni, sunnan og norðan heiða. Sýningar á báðum þessum verkum halda áfram á næstu mánuðum og virðist velgengni þeirra gefa Leikfélagi Reykjavíkur styrk til að taka þessum niðurskurði. pbb@frettabladid.is Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning á ísraelska atriðinu Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
Að ósk Reykjavíkurborgar hefur verið gert samkomlag, milli borgarinnar og Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, um nær 50 milljóna króna lækkun framlaga borgarinnar til leikhússins á næsta ári frá gildandi samningi en framlag borgarinnar var áætlað 431 milljón. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri hafði þetta um niðurskurðinn að segja í gær: „Eðli málsins samkvæmt er nær 50 milljóna króna niðurskurður á fjárframlögum til leikhúss mikið áfall. Staðan í samfélaginu er hins vegar þannig að við litum svo á að við gætum ekki skorast undan þegar Reykjavíkurborg bar fram ósk um viðræður um frávik frá gildandi samningi. Borgarleikhúsið er hluti af samfélaginu og vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar á erfiðum tímum. Aðsókn undanfarið hefur verið sú mesta í sögu félagsins og af þeim sökum erum við betur í stakk búin að taka á okkur svona skell án þess að það komi niður á leikárinu. .“ Þrátt fyrir niðurskurðinn hefur Borgleikhúsið svigrúm til þess að halda starfsemi sinni óbreyttri vegna þeirrar miklu velgengni sem leikhúsið hefur átt að fagna undanfarna mánuði. Nauðsynlegt er að aðlaga starfsemi og skipulag breyttum tímabundnum aðstæðum en ekki verður gripið til þess ráðs að fella niður eða fresta verkefnum. Áætlun leikársins stendur því óhögguð. Aldrei hafa fleiri gestir sótt leikhúsið en undanfarna mánuði og mikil sala er á sýningar fram undan. Áskriftarkortasala leikhússins ellefufaldaðist í haust og meira en tvöfalt fleiri jólagjafakort hafa verið seld en áður. Tilkynnt var um niðurskurð á framlögum borgarinnar á fundi með starfsfólki á fimmtudag. Niðurskurðurinn er augljóslega mikið högg fyrir rekstur leikhússins og ljóst að það mun taka á starfsfólk að mæta honum. Líta stjórn og stjórnendur svo á að það sé skylda leikhússins að leggja sitt af mörkum og axla ábyrgð. Starfsfólk var ánægt með ákvörðun stjórnar leikhússins og sýndi beiðni borgaryfirvalda fullan skilning. Samstarf Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur á sér ríflega aldarlanga sögu og tímabundnar breytingar á samkomulaginu hafa engin áhrif á það góða samstarf í 111 ár. Rekstrarframlag borgarinnar til leikhússins á næsta ári verður því um 370 milljónir króna sem er vel undir 45 prósentum af heildartekjum leikhússins sem þykir afar lágt opinbert framlag miðað við sambærileg leikhús af þessari stærð hérlendis og erlendis. Lítið má því út af bera með aðsókn að verkefnum. Eftir ítarlega skoðun á fjárhag leikhússins, þarf ekki að skera niður verkefni yfirstandandi leikárs eða fresta sýningum. Sýna þarf mikla ráðdeild í rekstri leikhússins. „Í engu verður hvikað frá kröfum um listrænan metnað,“ segir Magnús. Mögulegt er að halda óbreyttri starfsemi vegna þess góða árangurs sem þegar hefur náðst í miðasölu og sölu áskriftarkorta. Hinn 1. desember höfðu yfir 80.000 gestir sótt leikhúsið heim sem er meira en nokkru sinni í sögu þess og áskriftarkortasala hússins ellefufaldaðist milli ára og varð þar með sú mesta í íslensku leikhúsi fyrr og síðar. Verkefnin fram undan eru ólík: Rústað (Blasted) eftir Söru Kane, eitt af umdeildustu leikskáldum seinnni tíma, verður frumsýnt 30. janúar. Pétur Jóhann Sigfússon undirbýr einleik sinn, Sannleikann. Leikrit Friederichs Dürrenmatt, Milljarðamærin snýr aftur, stóð upphaflega til að frumsýna í desember en sökum gríðarlegrar aðsóknar á Fló á skinni og Fólkið í blokkinni var ákveðið að færa sýningartíma verksins. Frumsýning er 27. febrúar. Undirbúningur fyrir Söngvaseið hefur staðið í allan vetur og skemmst er að minnast þess að fjögur þúsund börn freistuðu gæfunnar í áheyrnarprufum. Önnur verkefni sem frumsýnd verða á leikárinu eru Harry og Heimir, Rachel Corrie og Ökutímar. Þegar hafa verið sýndar yfir 50 uppseldar sýningar á Fólkinu í blokkinni og yfir 120 uppseldar sýningar á Fló á skinni, sunnan og norðan heiða. Sýningar á báðum þessum verkum halda áfram á næstu mánuðum og virðist velgengni þeirra gefa Leikfélagi Reykjavíkur styrk til að taka þessum niðurskurði. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning á ísraelska atriðinu Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira