Lífið

Jólaplönin í háaloft hjá Madonnu og Guy

Guy er mikill jólakarl og vill hafa börnin hjá sér á jóladag. Hann vill hins vegar ekki sofa undir sama þaki og eiginkonan fyrrverandi.
Guy er mikill jólakarl og vill hafa börnin hjá sér á jóladag. Hann vill hins vegar ekki sofa undir sama þaki og eiginkonan fyrrverandi.

Hjónakornin fyrrverandi, Ma-donna og Guy Ritchie, höfðu tilkynnt börnum sínum að þau hygðust halda jólin saman. Svona rétt til að smáfólkið fengi eitthvað fyrir sinn snúð eftir að hafa upplifað erfiðan skilnað. Nú er það skipulag í lausu lofti eftir að enski leikstjórinn neitaði Madonnu um að gista á gamla sveitasetrinu þeirra í Wilt-skíri. The Sun greinir frá málinu og segir að Guy hafi óttast að of margar minningar frá hveitibrauðsdögunum myndu rifjast upp í kjölfarið.

Blaðið hefur eftir heimildarmanni sínum að Guy sé mjög mikið í mun að hafa börnin hjá sér yfir hátíðarnar. Madonna og Guy eiga soninn Rocco saman auk þess sem þau ættleiddu David Banda. Lourdes, dóttir Madonnu af fyrra sambandi, lítur jafnframt á Guy sem pabba sinn.

„Guy þráir ekkert heitar en að eyða jóladeginum með krökkunum og er reiðubúinn til að gera nánast hvað sem er. Hann vill þó ekki eyða nóttinni undir sama þaki og Madonna, það myndi kalla fram sárar minningar,“ segir heimildarmaðurinn við The Sun.

Að sögn blaðsins eru því öll jólaplön í uppnámi en Guy mun hafa boðist til að fljúga til New York. Madonnu ku ekki hafa fallist á það og því eru hin gleðilegu jól nú í uppnámi hjá stjörnufjölskyldunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.