Lífið

Borgarleikhúsið heldur sjó þrátt fyrir 50 milljóna niðurskurð

Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri ásamt starfsfólki Borgarleihússins.
Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri ásamt starfsfólki Borgarleihússins.

Að ósk Reykjavíkurborgar hefur verið gert samkomlag, milli borgarinnar og Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, um nær 50 milljóna króna lækkun framlaga borgarinnar til leikhússins á næsta ári frá gildandi samningi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Þar segir ennfremur að ljóst sé að skerðingin sé mikið áfall fyrir leikhúsið en stjórnendur hafi engu að síður tekið beiðni borgarinn vel og sýna fullan skilning að tímabundinn niðurskurður á öllum sviðum borgarinnar sé nauðsynlegur.

„Borgarleikhúsið skorast ekki undan þeirri ábyrgð og leggur sitt lóð á vogarskálar samfélagsins á erfiðum tímum. Þrátt fyrir niðurskurðinn hefur Borgleikhúsið svigrúm til þess að halda starfsemi sinni óbreyttri vegna þeirrar miklu velgengni sem leikhúsið hefur átt að fagna undanfarna mánuði," segir í tilkynningu frá leikhúsinu.

„Nauðsynlegt er að aðlaga starfsemi og skipulag breyttum tímabundnum aðstæðum en ekki verður gripið til þess ráðs að fella niður eða fresta verkefnum. Áætlun leikársins stendur því óhögguð. Það er afar bjart yfir Borgarleikhúsinu, aldrei hafa fleiri gestir sótt leikhúsið en undanfarna mánuði og mikil sala er á sýningar framundan. Áskriftarkortasala leikhússins ellefufaldaðist í haust og meira en tvöfalt fleiri jólagjafakort hafa verið seld en áður."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.