Lífið

Móðir "millionær" opnar búð á Laugaveginum

Fríða Thomas hefur opnað nýja búð á miðjum Laugaveginum þar sem hún selur skartgripi sem hún hannar sjálf og sérsaumuð föt frá Danmörku.

Fríða var í frétt á visir.is fyrr í vetur þar sem sonur hennar Jón Thomas tók þátt í danska sjónvarpsþættinum "Hvem vil være millionær?" eða Hver vill verða milljónamæringur?

"Þetta er íslensk hönnun hvað skartgripina varðar en fötin sem ég sel fær ég frá pakistönskum mæðgum í Kaupmannahöfn," segir Fríða. "Fötin þykja nokkuð sérstök en mæðgur þessar reka eigin saumastofu og eru öll fötin handsaumuð."

Aðspurð um hvernig syni hennar gekk að verða milljónamæringur segir Fríða að það hafi honum tekist, í íslenskum krónum. "Þegar hann og félagi hans voru komnir upp í 70 þúsund krónur danskar ákváðu þeir að hætta leiknum og taka út vinninginn," segir Fríða. "Enda voru þeir þá búnir að nota öll hjálpartækin sem til boða stóðu."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.