Lífið

Spilar í sjö Evrópulöndum

Hljómsveitin For a Minor Reflection er á leiðinni í sína stærstu tónleikaferð til þessa. Spilað verður á tuttugu tónleikum í sjö Evrópulöndum á tæpum mánuði.

Lífið

Óvænt endurkoma The Libertines

Þrír af fjórir meðlimum bresku rokksveitarinnar The Libertines stigu saman á svið á föstudagskvöldið. Breska tónlistartímaritið NME greinir frá því að Pete Doherty, Carl Barat og Gary Powell hafi, flestum að óvörum, stigið á svið á Rhythm Factory í London og spilað sjö lög. Þetta eru fyrstu tónleikar The Libertines síðan 2004 þegar sveitin hætti.

Lífið

Sveppasýking komin á kreik

„Nafnið, já, það er kannski svolítið groddaralegt en þetta var bara það fyrsta sem kom upp í hugann á mér og mér fannst það fyndið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, grínisti með meiru.

Lífið

Kalli Olgeirs flýr kreppuna til Svíþjóðar

„Ég er að flýja land, segi það bara án þess að blikna, og það eru ýmsar ástæður fyrir því,“ segir píanóleikarinn og lagahöfundurinn Karl Olgeirsson. Hann flýr til Svíþjóðar ásamt konu og tveimur börnum, ætlar að koma sér fyrir í Lundi og einbeita sér að tónsmíðum. „Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu, það er meiri vinna þarna úti og svo er stemningin hérna heima ekkert æðisleg,“ útskýrir Karl.

Lífið

Hrekktu Sveppa og Audda

Útvarpsmennirnir Styrmir Jónasson og Hrólfur Sturla Rúnarsson, sem stjórna þættinum Upp í loft á Útvarpi Sögu, hafa fengið sig fullsadda af endalausum hrekkjum Sveppa og Audda í gegnum árin. Brugðu þeir á það ráð að láta þá sjálfa finna til tevatnsins með útvarpshrekkjum í beinni útsendingu. Fyrst hrekktu þeir Audda með aðstoð handboltakappans Loga Geirssonar og í síðasta þætti á föstudaginn var röðin komin að Sveppa.

Lífið

Hannibal snýr aftur

Einhver fágaðasta mannæta seinni tíma, Hannibal Lecter, mun væntanlega snúa aftur á hvíta tjaldið. Sir Anthony Hopkins og Sir Ridley Scott eru nú að vinna að því að endurvekja þetta skrímsli sem hafði þó svo fínan smekk á bæði vínum og fallegri tónlist. Hannibal Lecter birtist fyrst í Manhunter þar sem Brian Cox lék hann en raðmorðinginn varð fyrst frægur þegar Hopkins túlkaði hann í frægri kvikmynd Jonathans Demne, Lömbin þagna, árið 1991 og fékk hárin til að rísa á hnökkum kvikmyndahúsagesta.

Lífið

Flottur pakki

Í ár eru liðin 40 ár síðan hljómsveitin Trúbrot steig fyrst á svið og af því tilefni hefur öllum fjórum plötum sveitarinnar verið safnað saman í viðhafnarútgáfu. Með öskjunni sem hýsir plöturnar fjórar fylgir 52 blaðsíðna bók sem rekur sögu Trúbrots í máli og myndum.

Lífið

Ólafía Hrönn verður miðill

„Við byrjum tökur í júlí og ef allt gengur samkvæmt áætlun er ráðgert að þeim ljúki í ágúst,“ segir Grímur Hákonarson. Hann er að fara að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd eftir mikla velgengni á stuttmyndasviðinu. Nægir þar að nefna Slavek the Shit og Bræðrabyltu sem báðar hafa hlotið fjölmörg verðlaun á alþjóðlegum hátíðum. Það er kvikmyndafyrirtæki Baltasars Kormáks, Blue Eyes, sem framleiðir myndina en einvalalið tæknifólks kemur að gerð hennar: Ari Kristinsson verður á bak við tökuvélina og Linda Stefánsdóttir sér um leikmyndahönnunina.

Lífið

Federline vill komast í form

Kevin Federline hefur nánast ekkert komist í fréttir eftir að fyrrverandi eiginkonan náði sæmilegri geðheilsu. Nú eru bandarískir fjölmiðlar hins vegar farnir að veita honum meiri athygli þótt fréttaefnið sé Federline ekki að skapi. Því dansarinn er í stað K-Fed kallaður Feiti-Fed. Hann er sagður hafa bætt á sig 25 kílóum síðan hann og Britney skildu árið 2006.

Lífið

Ramsay fékk óvæntan gest

Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay lætur sér fátt fyrir brjósti brenna og hefur gefið af sér þá ímynd að ekkert komi honum úr jafnvægi. Nema kannski brjálaðir lundar á Íslandi og steikt hjörtu. Og hjákona á tökustað. Já, eins og kom fram í heimspressunni stóð hjónaband kokksins ansi tæpt þegar breskir fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði átt í ástarsambandi við Söruh Symonds. Ramsey vísaði því á bug og sagðist aldrei hafa stigið í vænginn við neina konu nema frúna.

Lífið

Jordan ástfangin af öðrum manni

Breska fyrirsætan Jordan lýsti því yfir tveimur mánuðum fyrir skilnað sinn við Peter Andre að hún væri ástfangin af öðrum manni. Jordan, sem heitir réttu nafni Katie Price, opnaði hjarta sitt á bar og henti meðal annars frá sér giftingarhring sínum. „Katie sagðist vilja þennan nýja mann en hún vildi líka halda í fjölskyldulíf sitt með Peter Andre. Hún sagði að börnin sín væru sér mikils virði en hún væri ekki ástfangin af Peter,“ segir Mona Lewis, þátttakandi í sjónvarpsþáttunum Apprentice, sem sat undir yfirlýsingum Jordan.

Lífið

Danger Mouse hættir við plötu

Upptökustjórinn Danger Mouse er hættur við að gefa út plötuna Dark Night of the Soul eftir deilur við útgáfufyrirtæki sitt. Danger Mouse, sem heitir réttu nafni Brian Burton, fékk í lið með sér rokkarana Sparklehorse og Íslandsvininn David Lynch til að gera þrettán laga plötu. Auk þess hjálpuðu nokkrir þekktir músíkantar til við verkefnið; þeir Iggy Pop, Julian Casablancas úr The Strokes og meðlimir The Flaming Lips og Pixies. Plötunni átti að fylgja myndabók sem David Lynch gerði.

Lífið

Fyrirgefur morðingja móður sinnar

Söngkonan Jennifer Hudson segist fyrirgefa William Balfour sem myrti móður hennar, bróðir og frænda. Morðin áttu sér stað á heimili þeirra á heimili móður hennar í október á síðasta ári.

Lífið

Bretar sáttir við framlag sitt til Evróvisjón

Bretar eru stoltir af framlagi sínu í Evróvisjón keppninni enda hefur þjóðin ekki náð öðrum eins árangri í sjö ár. Það var söngkonan Jade Ewen sem söng lagið It´s my time sem Andrew Lloyd Webber samdi.

Lífið

Perez fúll fyrir hönd Ditu Von Teese

Stjörnubloggarinn Perez Hilton er fúll út í aðstandendur Evróvisjón keppninnar fyrir að vanýta hina fögru Ditu Von Teese en hún dansaði við Þýska lagið Miss Kiss Kiss Bang í gærkvöldi.

Lífið

Bomba á atkvæðaveiðum í Búlgaríu

Fyrirsætan, fegurðardrottningin og búlgarski landneminn, Ásdís Rán, heldur úti grimmum áróðri fyrir hönd íslenska framlagsins til Júróvisjón í Búlgaríu. Eins og allir sem fylgjast vel með Júróvisjón þá er það lífsnauðsynlegt að hafa Austur-Evrópu sín megin enda oft sem þær þjóðir bindast tryggðarböndum og koma sínum áleiðis. Mörgum til mikillar armæðu.

Lífið

Greindist með krabbamein í andliti

Furðufuglinn Michael Jackson er kominn með húðkrabbamein í andlitið samkvæmt nýjustu fréttum af hinum sérlega óheppna kappa. Hann söng eftirminnilega slagarann „Beat it“ á sínum tíma og aðdáendur hans segja að hann muni gera það sama við krabbameinið.

Lífið

Friðrik Ómar syngur í lukkubrókunum

„Ég syng alltaf í sömu brókinni þegar mikið liggur við, ég söng í þeim í fyrra og verð í þeim líka núna,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, einn þriggja bakraddasöngvara Jóhönnu Guðrúnar á Eurovision-keppninni í Moskvu.

Lífið

Dita Von Teese dillaði brjóstunum

Listakonan Dita Von Teese, fyrrverandi kærasta hins ófrýnilega Marylins Manson, beraði brjóstin uppi á sviði við æfingar á lagi Þýskalands í Eurovision-keppninni.

Lífið

Ekki í samkeppni við Palla

Eyjólfur Kristjánsson ætlar að gera sér lítið fyrir og halda Eurovison-kvöld á sama tíma og Páll Óskar heldur sitt árlega Eurovision-ball á Nasa. Hann er hvergi smeykur og vísar því á bug að hann sé í samkeppni við Palla.

Lífið

Susan Boyle boðið hlutverk í söngleik

Söngleikjamógúllinn Andrew Lloyd Webber hefur lofað Susan Boyle, sem uppgötvuð var í Britain‘s Got Talent, hlutverki í söngleik. Lloyd Webber hitti Boyle nýlega í upptökuveri í London og segist ætla að finna hlutverk fyrir hana. „Hún er frábær og mikill aðdáandi sýninganna minna. Ef hana langar til að vera í einni þeirra, þá gæti það vel gerst. Það yrði að vera rétta hlutverkið. Hún á bjarta framtíð,“ segir hann.

Lífið

Jóhanna Guðrún besti flytjandinn í ár

Alexander Rybak sem keppir fyrir Noreg í Eurovision og margir spá sigri annað kvöld er gríðarlega hrifinn af Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur en þau etja kappi í úrslitum keppninnar annað kvöld. Í viðtali við Kastljósið í kvöld sagði Alexander að Jóhanna Guðrún væri besti flytjandinn í keppninni ár og hann hefði heillast þegar hann heyrði hana flytja lagið, Is it true?, í undankeppninni á þriðjudag.

Lífið

Ný Idolstjarna krýnd í kvöld

Úrslitaþáttur Idolstjörnuleitar er nú hafinn í beinni útsendingu frá Smáralindinni á Stöð 2. Þar verður ný Idolstjarna krýnd en það eru þær Hrafna og Anna Hlín sem berjast um titilinn. Í verðlaun eru tvær milljónir króna. Ellefu keppendur hófu keppni í Smáralindinni og nú er komið að lokasprettinum. Margt verður í boði á úrslitakvöldinu því auk stúlknanna mun Bubbi Morthens troða upp ásamt hljómsveitin sinni Egó og Pétur Jóhann Sigfússon mun slá á létta strengi.

Lífið

Sendur á milli kúnna eins og dýr hóra

Óhætt er að segja að Karl Berndsen hafi farið á kostum í þáttunum Nýtt útlit á Skjá einum. Þar tekur hann útlit fólks í gegn og fer yfir hvað má og hvað má ekki í klæðaburði og öðru. Honum til aðstoðar er Ísak Freyr Helgason sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Þeir félagar voru í viðtali í Íslandi í dag í kvöld.

Lífið

IDOL: Þær verða að sleppa takinu og njóta

Húsavíkurmærin Ína Valgerður Pétursdóttir sem laut í lægra haldi í úrslitakeppni Idol stjörnuleitar árið 2006 fyrir Snorra Snorrasyni hefur fylgst náið með Idol stjörnuleit. „Stelpurnar tvær sem eru komnar í úrslit eiga svo sannarlega heima þar. Þær eru búnar að blómstra í keppninni og þroskast mikið. Rosalega flottar raddir en mjög ólíkar, sem er bara gaman," segir Ína aðspurð um Hröfnu og Önnu Hlín sem berjast um titilinn Idolstjarna ársins 2009 í kvöld. Áttu góð ráð fyrir stelurnar? „Þegar það er komið að lokabardaganum þá er lítið annað hægt að gera en að sleppa takinu og njóta kvöldsins. Ég man sérstaklega hvað það var gaman hjá okkur krökkunum og öllu staffinu á úrslitadaginn, allir í góðu skapi og yfirvegaðir, en auðvitað var mikil spenna í manni," svarar Ína. „Ég óska bara stelpunum góðs gengis í kvöld og vona að þær njóti þess í botn. Stay cool!" segir hún áður en kvatt er.

Lífið

Fréttakona flýgur á fund við Dalai Lama

Þóra Arnórsdóttir fréttamaður á RÚV lagði land undir fót í morgun og er á leið til fundar við Dalai Lama í Indlandi. Þóra var stödd á flugvelli í London, ásamt Gauki Úlfarssyni myndatökumanni, þegar fréttastofa náði tali af henni.

Lífið