Lífið

Fékk nóg af Eurovisionferðum

Guðrún Gunnarsdóttir og Jóhanna Guðrún.
Guðrún Gunnarsdóttir og Jóhanna Guðrún.

„Mér líst bara vel á þetta," svarar Guðrún Gunnarsdóttir söngkona aðspurð út í Eurovisionframlag okkar í ár.

„Það er voðalega skemmtilegt kvöld framundan á morgun og bara skemmtilegar þessar forkeppnir alveg saman hvaða álit fólk hefur á þessu þá hefur það alltaf gaman af þessu."

Guðrún ætlar að horfa á Eurovision í faðmi fjölskyldunnar.

„Keppnin er skemmtilegt fjölskyldusport. Þetta er bara góð stemning og það er kærkomið í kreppunni að fá eitthvað skemmtilegt að hugsa um," segir Guðrún.

Saknar þú þess að vera úti með hópnum? „Nei!" svarar Guðrún án þess að hika og heldur áfram: „Ég fékk skamtinn minn í fyrra. Ég er búin að fara svo oft og þetta er svo langur tími, - tvær vikur. Það var alltaf vika og það er í lagi en tvær vikur er allt of langt."

„Ég fékk bara nóg. Ég er ofboðslega hamingjusöm að vera heima og börnunum mínum finnst æðislegt að hafa mig heima," segir Guðrún.

„Ég held að okkur eigi eftir að ganga ágætlega. Mér finnst íslenska atriðið bera af sönglega, algjörlega. Og ef ég mætti ráða þessu myndi Jóhanna Guðrún vinna keppnina af því mér finnst þau bera höfuð og herðar sönglega yfir þennan hóp."

„Ef þau ná topp tíu verð ég rosalega ánægð en maður veit aldrei hvernig kosningin fer. Það er óútreiknanlegt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.