Lífið

Sendur á milli kúnna eins og dýr hóra

Óhætt er að segja að Karl Berndsen hafi farið á kostum í þáttunum Nýtt útlit á Skjá einum. Þar tekur hann útlit fólks í gegn og fer yfir hvað má og hvað má ekki í klæðaburði og öðru. Honum til aðstoðar er Ísak Freyr Helgason sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Þeir félagar voru í viðtali í Íslandi í dag í kvöld.

Kalli hefur verið búsettur í London síðustu 13-14 árin en flutti heim og opnaði Beauty-íbarinn í Kópavogi föstudaginn fyrir hrun. Hann vann ekki á neinni stofu heldur var sjálfstætt starfandi í London.

„Þá er maður sendur á milli kúnna eins og dýr hóra, ég var samt ekki að sinna neinu öðru en mínu fagi," sagði Kalli og hló. Hann sagðist hafa unnið við myndatökur út um allan heim og þar hafi hann lært mikið.

Honum líður vel hér á landi og ætlar að fá Skjá einn til þess að gera aðra þáttaröð af Nýju útliti. Aðspurður um eitt fegurðarráð handa þeim sem væri að sofa hvatti Kalli fólk til þess að sofa vel.

„Ósofinn manneskja lítur aldrei vel út."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.