Lífið

IDOL: Þær verða að sleppa takinu og njóta

Ína Valgerður Pétursdóttir.
Ína Valgerður Pétursdóttir.

Húsavíkurmærin Ína Valgerður Pétursdóttir sem laut í lægra haldi í úrslitakeppni Idol stjörnuleitar árið 2006 fyrir Snorra Snorrasyni hefur fylgst náið með Idol stjörnuleit.

„Stelpurnar tvær sem eru komnar í úrslit eiga svo sannarlega heima þar. Þær eru búnar að blómstra í keppninni og þroskast mikið. Rosalega flottar raddir en mjög ólíkar, sem er bara gaman," segir Ína aðspurð um Hröfnu og Önnu Hlín sem berjast um titilinn Idolstjarna ársins 2009 í kvöld.

Áttu góð ráð fyrir stelpurnar? „Þegar það er komið að lokabardaganum þá er lítið annað hægt að gera en að sleppa takinu og njóta kvöldsins. Ég man sérstaklega hvað það var gaman hjá okkur krökkunum og öllu staffinu á úrslitadaginn, allir í góðu skapi og yfirvegaðir, en auðvitað var mikil spenna í manni," segir Ína. 

 

„Ég óska bara stelpunum góðs gengis í kvöld og vona að þær njóti þess í botn. Stay cool!"

 

 

 

Idolsíðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.