Lífið

Losnar ekki við risastórt Legóhús

Síðhærði Top Gear töffarinn, James May, byggði hús í raunstærð úr Legokubbum. Húsið er nokkuð tilkomumikið, í því er klósett sem virkar, heit sturta og óþægilegasta rúm sem James hefur sofið í.

Lífið

Ræktaði gulrótarhönd

Bretanum Peter Jackson var heldur brugðið á dögunum þegar hann hugðist taka upp gulrætur í garðinum. Þá blasti við honum gulrót sem er nákvæmlega eins í laginu og mannshönd.

Lífið

Safnar kjól fyrir hvern dag ársins

„Hugmyndin er að gefa gömlum kjólum framhaldslíf í gegnum þennan gjörning. Gjörningurinn felst í því að safna 365 kjólum frá íslenskum konum frá átján ára aldri og upp úr. Kjólarnir mega vera af öllum stærðum og gerðum og þarf saga kjólsins að fylgja með,“ segir Gíslína Dögg Bjarkadóttir, textíl- og fatahönnuður í Vestmannaeyjum.

Lífið

Frímann striplast í Noregi og Finnlandi

Úttekt Frímanns Gunnarssonar, hugarfósturs Gunnars Hanssonar, á skandinavísku gríni er hafin. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru hyggst Frímann heimsækja marga af þekktustu grínurum Norðurlandanna. Nú eru tökur sem sagt hafnar og fyrsta ferðin var farin til Finnlands. Þar hittu Frímann og Gunnar fyrir Andre Vikström, grínista sem er í miklum metum hjá Finnum og Svíum.

Lífið

Frá Seyðisfirði til Havarí

„það var gríðarlegur þrýstingur frá poppsenunni í Reykjavík að fá okkur aftur í bæinn, svo það var bara opnuð búð til að hafa okkur í,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson í hljómsveitinni Skakkamanage. Hann og Berglind Häsler, kona hans, hafa búið á Seyðisfirði um nokkra hríð en eru flutt aftur á mölina til að stýra nýrri verslun, Havarí. „Seyðisfjörður er náttúrulega algjört unaðspleis og við eigum örugglega eftir að fara þangað aftur, en svona er þetta: Ævintýrið er búið í bili.“

Lífið

Eyðir áramótunum á Íslandi

„Ég er alveg ótrúlega hamingjusamur yfir að vera kominn til Íslands, brosi bara allan hringinn,“ segir þýski leikarinn Daniel Brühl sem leikur eitt aðalhlutverkanna í íslensku kvikmyndinni Kóngavegur 7 en leikstjóri hennar er Valdís Óskarsdóttir.

Lífið

Ösku Swayze dreift í Nýju Mexíkó

Aska leikarans Patrick Swayze verðu í geymlsu á skrifstofu lögmanns hans þar til eiginkona hans, Lisa Niemi ákveður hvar henni skuli dreift, eftir því sem fram kemur á dánarvottorði hans. Það er vefsíðan RadarOnline sem heldur þessu fram í dag.

Lífið

Grínkóngurinn Dóri DNA þjálfar ræðulið MH

„Þetta leggst bara ferlega vel í mig, við erum að móta liðið núna og komum sterk inn,“ segir gúmmelaðibóndinn Dóri DNA, en hann verður þjálfari MORFÍS liðs Menntaskólans við Hamrahlíð á komandi tímabili. Sjálfur var hann meðmælandi liðsins fyrir um fimm árum og keppti til úrslita árið 2004.

Lífið

Býst við 200 manns á kvöldvöku Nördafélagsins

Nördafélagið og Tölvuakademían svokallaða í MR standa undir nafni um helgina, en félögin standa fyrir heljarinnar kvöldvöku sem hefst annað kvöld klukkan 20 og lýkur klukkan 8 á sunnudag. Matthías Páll Gissurarson, formaður beggja félaga, segir mikla stemningu fyrir viðburðinum í skólanum.

Lífið

Útvarpskona hló alla leiðina á spítalann

„Það er mesta mildi að það var ekki bíll á eftir mér. Þá hefði getað farið miklu verr,“ segir Margrét Erla Maack, plötusnúður í Popplandi Rásar 2. Hún lenti í vespuslysi á miðvikudagskvöldið.

Lífið

Opnar barnafatabúð í banka

„Okkar fannst þetta tímanna tákn,“ segir Kári Jónsson, bassaleikari 200.000 naglbíta, sem er búinn að opna barnafataverslun ásamt konu sinni Lovísu Guðmundsdóttur í fyrrverandi útibúi Kaupþings á Glerártorgi á Akureyri. „Þetta var reyndar lítið útibú, bara 40 fermetrar, og þar sem peningageymslan var er lagerinn okkar núna,“ segir hann. „Ég efast samt um að það hafi einhvern tímann verið einhverjir peningar þarna. Var þetta ekki bara loft?“

Lífið

Dönum vel við Stefán Mána

„Ég veit ekkert af hverju Dönum er svona vel við mig, þeir eru bara yndislegir og það fer bara vel á með okkur,“ segir Stefán Máni rithöfundur.

Lífið

Brown uppseldur um helgina

Búist er við því að nýjasta bók Dans Brown, The Lost Symbol, seljist upp hér á landi um helgina. Í gær voru rúmlega eitt hundrað bækur eftir á lager af þeim fimm hundruð sem pantaðar voru. Næsta upplag er ekki væntanlegt í búðir fyrr en í þarnæstu viku.

Lífið

Bandaríkjamenn sigla við landið á risastórri snekkju

„Við erum alltaf að leita að nýjum stöðum og margir af okkar viðskiptavinum hafa lýst yfir áhuga sínum á að sigla í kringum Ísland,“ segir Tom Armstrong, upplýsingafulltrúi bandarísku ferðaskrifstofunnar Tauck. Ferðaskrifstofan sérhæfir sig í siglingum um allan heim og er með skip á hundrað áfangastöðum.

Lífið

Ramsay trylltist í beinni útsendingu

Stjörnukokkurinn skapbráði Gordon Ramsay trylltist í beinni útsendingu á BBC í morgun þegar spjallþáttstjórnandi spurði hvort hann myndi sjálfur elda á veitingastöðum sínum.

Lífið

Lögreglan mætti ekki á pókermót Verzló

„Þetta gekk alveg rosalega vel,“ segir Agnes Jóhannsdóttir, formaður íþróttaráðs Verzlunarskólans, um pókermót sem ráðið stóð fyrir í gærkvöld. Alls mættu 64 strákar til leiks og spiluðu fram eftir kvöldi. Að sögn Agnesar borguðu keppendur þúsund króna þátttökugjald, og voru þeir spilarar sem lengst héldu út leystir út með veglegum gjafabréfum hjá nágranna Verzló, Kringlunni.

Lífið

Forsetinn kemst ekki í spurningakeppni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var sleginn út úr spurningakeppni á Morgunvakt Rásar 2 í morgun. Þegar Sigmundur var beðinn um að tilnefna þátttakanda til að mæta Atla Steini Guðmundssyni, sem hafði betur í viðureigninni í morgun, skoraði Sigmundur á Ólaf Ragnar Grímsson að mæta Atla Steini.

Lífið

DR vill Jóhönnu í jólaþátt

„Já, þeir vilja fá hana til að syngja í sérstökum jólaþætti. Við erum bara að skoða dagskrána hjá okkur og sjá hvernig þetta lítur út allt saman,“ segir María Björk Sverrisdóttir, umboðsmaður Jóhönnu Guðrúnar.

Lífið

GK Reykjavík opnar vefverslun

Tískuvöruverslunin GK Reykjavík heldur opnunarteiti í kvöld í tilefni af nýrri vefverslun sem verður formlega sett á laggirnar í dag. Vefversluninni er ætlað að koma til móts við viðskiptavini búsetta utan höfuðborgarsvæðisins og við þá sem vilja skoða vöruúrvalið áður en lagt er af stað í bæjarferð.

Lífið

Ingó Veðurguð í Wipeout

„Ég er svolítið spennt fyrir þessu, smá hrædd líka en aðallega spennt,“ segir Alexandra Helga Ívarsdóttir, ungfrú Ísland árið 2008. Hún verður meðal þátttakenda í sérstakri „celebrity“-útgáfu af Wipeout sem Stöð 2 hyggst sýna frá í vetur.

Lífið

Krummi kominn í poppið

Krummi Björgvinsson er staddur í Atlanta þar sem hann vinnur að sólóplötu. Auk þess hefur rokkarinn verið að fikra sig út í danspopptónlist

Lífið

Varalitaðir og ómálaðir busar: Þurftu ekki að blása á Kvennóballi

Því fer fjarri að allir framhaldsskólar láti nemendur sína blása á böllum, en líkt og Skólalíf greindi frá í gær er sá hátturinn hafður á hjá bæði Verzló, MR og fleiri skólum. Þannig var til dæmis ekki beitt áfengismælum á busaballi Kvennó. Sindri Már Hjartarson, gjaldkeri nemendafélagsins Keðjunnar, segir ballið þrátt fyrir það hafa gengið vel fyrir sig.

Lífið

Svona hverfa graftarkýlin

Vísri hafði samband við Hönnu Kristínu Didrikssen sem rekur Didrix spa meðal annars um lausnir á bólum og erfiði í húð.

Lífið

Höllinni breytt í geimskip

Tölvuleikjafyrirtækið CCP heldur árlega ráðstefnu fyrir aðdáendur tölvuleiksins EVE Online nú í byrjun október. Ráðstefnunni lýkur með stórri veislu sem haldin verður í Laugardalshöllinni og hefur fyrirtækið ákveðið að bjóða Íslendingum upp á sérstakt miðaverð svo að sem flestir geti komið og upplifað þennan viðburð. Starfsmenn CCP hafa unnið að undirbúningi fyrir ráðstefnuna frá því í mars í samvinnu við fyrirtækið Exton.

Lífið