Þúsund manns á biðlista eftir Stieg Larsson 17. september 2009 03:30 Guðrún segir að viðbrögðin við biðlistanum hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Þetta kom okkur skemmtilega á óvart,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá bókaforlaginu Bjarti. Um eitt þúsund manns hafa skráð sig á biðlista hjá forlaginu eftir annarri bók Stiegs Larsson, Stúlkan sem lék sér að eldinum. Bókin verður gefin út á morgun en æstir aðdáendur geta fengið hana í hendurnar seinni partinn í dag áður en hún verður sett í plast. „Það var meira til gamans gert að búa til biðlistann. Við áttum svo óþolinmóða vinkonu sem átti afmæli og óskaði eftir bókinni í afmælisgjöf. Við ætluðum að setja hana á biðlista. Síðan fór að rigna inn tölvupósti,“ segir Guðrún. Kvikmyndin sem var gerð eftir bókinni verður frumsýnd 2. október og vilja margir lesa bókina áður en þeir fara í bíó. „Það eru margir sem segja að þeir megi engan tíma missa því þeir ætli að vera búnir að lesa bókina,“ segir Guðrún. „Þótt myndirnar séu góðar þá kemur maður ekki sex hundruð síðna bók fyrir í tveggja tíma mynd.“ Hún hefur sjálf lesið Stúlkuna sem lék sér að eldinum og heillaðist af henni, rétt eins og fyrri bókinni, Karlar sem hata konur. „Mér finnst hún æðisleg. Hún Lisbeth er þungamiðjan í bókinni. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég naut þess út í ystu æsar að lesa bókina.“ Karlar sem hata konur hefur selst í um fimmtán þúsund eintökum hér á landi, sem er meira en nokkur þorði að vona. Til að anna eftirspurn verður Stúlkan sem lék sér að eldinum fyrst prentuð í sjö þúsund eintökum, sem er töluvert meira en síðast. Þriðja og síðasta bókin í Millennium-trílógíunni er svo væntanleg í nóvember. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
„Þetta kom okkur skemmtilega á óvart,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá bókaforlaginu Bjarti. Um eitt þúsund manns hafa skráð sig á biðlista hjá forlaginu eftir annarri bók Stiegs Larsson, Stúlkan sem lék sér að eldinum. Bókin verður gefin út á morgun en æstir aðdáendur geta fengið hana í hendurnar seinni partinn í dag áður en hún verður sett í plast. „Það var meira til gamans gert að búa til biðlistann. Við áttum svo óþolinmóða vinkonu sem átti afmæli og óskaði eftir bókinni í afmælisgjöf. Við ætluðum að setja hana á biðlista. Síðan fór að rigna inn tölvupósti,“ segir Guðrún. Kvikmyndin sem var gerð eftir bókinni verður frumsýnd 2. október og vilja margir lesa bókina áður en þeir fara í bíó. „Það eru margir sem segja að þeir megi engan tíma missa því þeir ætli að vera búnir að lesa bókina,“ segir Guðrún. „Þótt myndirnar séu góðar þá kemur maður ekki sex hundruð síðna bók fyrir í tveggja tíma mynd.“ Hún hefur sjálf lesið Stúlkuna sem lék sér að eldinum og heillaðist af henni, rétt eins og fyrri bókinni, Karlar sem hata konur. „Mér finnst hún æðisleg. Hún Lisbeth er þungamiðjan í bókinni. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég naut þess út í ystu æsar að lesa bókina.“ Karlar sem hata konur hefur selst í um fimmtán þúsund eintökum hér á landi, sem er meira en nokkur þorði að vona. Til að anna eftirspurn verður Stúlkan sem lék sér að eldinum fyrst prentuð í sjö þúsund eintökum, sem er töluvert meira en síðast. Þriðja og síðasta bókin í Millennium-trílógíunni er svo væntanleg í nóvember.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira